Vindorku­ver – Ekki á vernd­ar­svæðum?

Heimild: 

 

Febrúar 2018

Vindmyllur við Búrfell. Landvernd vill ekki að vindorkuvirkjanir verði reistar ...

Vind­myll­ur við Búr­fell. Land­vernd vill ekki að vindorku­virkj­an­ir verði reist­ar á vernd­ar­svæðum eða öðrum sam­bæri­leg­um svæðum. Mynd úr safni. Árni Sæ­berg

Ekki á að reisa vindorku­virkj­an­ir á vernd­ar­svæðum eða öðrum sam­bæri­leg­um svæðum, jafn­vel þó að þau njóti ekki vernd­ar sam­kvæmt lög­um. Þetta er mat Land­vernd­ar og kem­ur fram í stefnu­mót­un­ar- og leiðbein­inga­rit­inu Virkj­un vindorku á Íslandi, sem sam­tök­in gefa út og af­hentu þau í dag Hall­dóri Hall­dórs­syni, for­manni Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, fyrsta ein­takið. Ritið var einnig sent til allra sveit­ar­fé­laga á land­inu og verður auk þess gert aðgengi­legt á vef sam­tak­anna.

 Tel­ur Land­vernd þörf­ina fyr­ir vindorku­virkj­an­ir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða ann­ars staðar. Þá hafna sam­tök­in því að vindorku­virkj­un­um verði komið fyr­ir inn­an verðmætra nátt­úru­svæða. Sjálfsagt sé að vindorku­ver falli und­ir lög um vernd­ar- og ork­u­nýt­ingaráætl­un. Vindorku­virkj­an­ir eigi held­ur ekki að mati sam­tak­anna að skerða „verðmæt­ar lands­lags­heild­ir og ásýnd lands“.

Hvetja sam­tök­in stjórn­völd til að marka sér stefnu um nýt­ingu vindorku og sveit­ar­fé­lög til að marka sér lang­tíma­stefnu um vindorku­ver í skipu­lagi sínu, og að tryggja um leið aðkomu al­menn­ings að ákv­arðana­töku á fyrstu stig­um ferl­is­ins. Ekki ligg­ur fyr­ir stefna um vindorku­virkj­an­ir í lands­skipu­lagi og sveit­ar­fé­lög hafa held­ur al­mennt ekki markað stefnu um þær í skipu­lagi sínu, hvorki í svæðis-, aðal- né deili­skipu­lagi.

Tekið verði til­lit til fugla­varps og vind­hraðadreif­ing­ar 

Frá afhendingu skýrslunnar í dag.

Frá af­hend­ingu skýrsl­unn­ar í dag. mbl.is/​Hari

Þórodd­ur F. Þórodds­son, sem áður starfaði hjá Skipu­lags­stofn­un við mat á um­hverf­isáhrif­um, er höf­und­ur rits­ins. Hann seg­ir seg­ir fulla ástæðu fyr­ir Íslend­inga að skoða þessi mál bet­ur og að ekki sé alltaf verið að taka af­stöðu til hvers máls fyr­ir sig. Sag­an sýni að það borgi sig að reyna að grípa inn í fyrr. „Það er al­gjört lyk­il­atriði að al­menn­ing­ur og þeir sem málið varðar bein­lín­is komi að umræðunni strax í byrj­un, áður en búið er að fara með þetta langt í ferli og eyða bæði fé, tíma og fyr­ir­höfn í und­ir­bún­ing,“ seg­ir Þórodd­ur í sam­tali við mbl.is.

Þórodd­ur seg­ir meg­in­hug­mynd­ir um upp­bygg­ingu rits­ins koma frá Norður­lönd­un­um, en rætt var við ýmsa aðila við upp­haf verks­ins, m.a. Guðjón Braga­son hjá Sam­bandi sveit­ar­fé­laga. „Þar hleruðum við eft­ir áhuga manna og áhersl­um,“ seg­ir Þórodd­ur. „Síðan funduðum við með tveim­ur sveit­ar­fé­lög­um á Suður­landi og þar vor­um við fyrst og fremst að hlusta á hvað þau van­hagaði um til að fjalla um þessi mál. Þar feng­um við ýms­ar góðar hug­mynd­ir, sem eiga m.a. sinn þátt í að gátlist­an­um var bætt við ritið.“

Vís­ar Þórodd­ur þar í gátlista með 36 efn­is­atriðum sem sveit­ar­stjórn­um er bent á að hafa megi í huga í umræðum við vænt­an­lega fram­kvæmdaaðila vindorku­vera og -virkj­ana. Er þar m.a. bent á að huga þurfi að ná­lægð við byggð, mögu­legri hljóð- og sjón­meng­un, að kanna þurfi varp og far­leiðir fugla, og gera þurfi veðurfars­rann­sókn­ir á vind­stefnu, -styrk og vind­hraðadreif­ingu svo fátt eitt sé nefnt.

Þóroddur F. Þóroddsson, höfundur ritsins, segir nauðsynlegt að almenningur og ...

Þórodd­ur F. Þórodds­son, höf­und­ur rits­ins, seg­ir nauðsyn­legt að al­menn­ing­ur og þeir sem málið varða komi að umræðu um vindorku­virkj­un strax í byrj­un. mbl.is/​Golli

„Þessi seinni hluti er í og með leiðbein­ing­ar til sveit­ar­stjórna og þar geng­um við lengra en við höfðum fyr­ir­mynd­ir um frá Norður­lönd­un­um,“ seg­ir Þórodd­ur. „Við von­um hins veg­ar að það  hjálpi bæði sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um og fram­kvæmdaaðilum að átta sig á hvað þarf að skoða sér­stak­lega.“

Vilja lág­marka nei­kvæð áhrif fram­kvæmda

Eng­in stefna hef­ur enn verið mörkuð um vindorku­virkj­an­ir á Íslandi, hvort sem er af hálfu stjórn­valda, Alþing­is eða sveit­ar­stjórna og von­ast Land­vernd til að með rit­inu megi lág­marka nei­kvæð áhrif slíkra fram­kvæmda. „Til að koma í veg fyr­ir að ráðist verði í bygg­ingu vindorku­virkj­ana á svæðum þar sem mikl­ar lík­ur eru á að þær hafi veru­leg nei­kvæð áhrif á viðkvæma nátt­úru lands­ins,“ eins og seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna.

Land­vernd bend­ir enn frem­ur á að tak­mörkuð fræðsla liggi einnig fyr­ir af hálfu Skipu­lags­stofn­un­ar fyr­ir sveit­ar­stjórn­ir „til að byggja á um­fjöll­un og mót­un af­stöðu til slíkra fyr­ir­spurna“.

 

Friðlýst svæði og fyrirhugaðar friðlýsingar samkvæmt náttúruverndaráætlun 2008 (Stjórnarráð Íslands)

Fleira áhugavert: