Riffgat vindorkustöðin – Uppnám, sprengjur

Heimild: 

 

Ágúst 2013

Starfsemi Riffgat vindorkustöðvarinnar í Norðursjó var í uppnámi. Það kom í ljós að sjávarbotninn í nágrenni stöðvarinnar er þakinn sprengjum úr seinni heimstyrjöldinni.
Riffgat-verkefnið er eitt metnaðarfyllsta verkefni á sviði vindorku í Evrópu. Nú þegar snúast 14 risavaxnar vindmyllur í Norðursjó, um átta kílómetra undan ströndum Þýskalands og Hollands. Enn á eftir að leggja sæstreng til að leiða rafmagnið sem vindmyllurnar framleiða upp á meginlandið en stefnt er að því að myllurnar, sem verða 30 talsins, hafi um 108 megavatta framleiðslugetu og sjái 120 þúsund heimilum fyrir rafmagni. Kostnaðurinn við verkefnið er um 400 milljónir evra, eða sem nemur um 63 milljörðum íslenskra króna.

Það kom babb í bátinn. Í seinni heimstyrjöldinni var það til siðs hjá flugmönnum breskra sprengjuflugvéla að varpa ónotuðum sprengjum í Norðursjó til að létta vélar sínar og nýta þar með eldsneytið betur eftir árásir á Þýskaland. Þýsk stjórnvöld telja að um 1,6 tonn af sprengiefni megi finna á botni Norðursjávar í nágrenni við vindmyllurnar. Til að leggja sæstrenginn þarf að hreinsa sjávarbotninn en sú vinna gæti tekið rúmlega ár.

Tengd mynd

Fleira áhugavert: