Vatnstjón – Kostnaður á þriðja millj­arð

Heimild: 

 

Mars 2014

Kostnaður vatns­tjóns á þriðja millj­arð

Vatnsflaumur í miðbænum.

Vatns­flaum­ur í miðbæn­um. mbl.is/​Golli

Vatns­tjón á heim­il­um og í fyr­ir­tækj­um nam á þriðja millj­arði króna árið 2013 og og varð lang­mest­ur hluti tjóns­ins á heim­il­um eða 84%. Trygg­inga­fé­lög­in bæta tjónið að miklu leyti en ljóst er að heim­il­in bera veru­leg­an kostnað af vatns­tjóni. Ann­ars veg­ar greiða þau hundruð millj­óna króna í eig­in áhættu en hins veg­ar er mjög al­gengt að vatns­tjón reyn­ist ekki bóta­skylt. Til­kynnt var um vatns­tjón 18 sinn­um að meðaltali á dag, þar af voru að meðaltali fjög­ur til­vik ekki bóta­skyld.

Þetta kem­ur fram í töl­um trygg­inga­fé­lag­anna sem tekn­ar voru sam­an af óháðum aðila fyr­ir sam­starfs­hóp um varn­ir gegn vatns­tjóni. Til sam­an­b­urðar má nefna að bruna­tjón nam 1.239 millj­ón­um króna í fyrra. Frá mál­inu er greint á vef Mann­virkja­stofn­un­ar.

Bætt vatns­tjón á heim­il­um nam nærri 1.900 millj­ón­um króna en þar af er eig­in áhætta trygg­inga­taka um 300 millj­ón­ir. Vatns­tjón í fyr­ir­tækj­um nam rúm­lega 366 millj­ón­um króna. Alls voru til­kynnt 6.700 til­vik og bættu trygg­inga­fé­lög­in tjónið í 5.200 til­vik­um en í 1.500 til­vik­um reynd­ist tjónið ekki bóta­skylt.

Trygg­inga­fé­lög­in greiddu að meðaltali rúm­lega 300 þúsund krón­ur fyr­ir hvert tjón. Sé meðaltalið það sama þar sem tjón var ekki bóta­skylt má ætla að heim­il­in hafi tekið á sig um 455 millj­ón­ir í óbætt tjón. Að viðbættri eig­in áhættu eru bein fjár­út­lát heim­il­anna vegna vatnsleka þá um 753 millj­ón­ir króna. Þá er ótalið rask, óþæg­indi og jafn­vel heilsutjón sem get­ur hlot­ist af vatnsleka, raka og myglu.

Fjöldi til­vika dreif­ist nokkuð jafnt á mánuði árs­ins en hann er þó mest­ur yfir vetr­ar­mánuðina. Flest til­vik urðu í des­em­ber eða 615 tals­ins.

Lang­al­geng­ast er að tjón í ein­stök­um til­vik­um sé inn­an við millj­ón króna. En dæmi eru um mjög kostnaðar­söm til­vik:

  • Tjón hærra en 4 millj­ón­ir: 13
  • Tjón á bil­inu 3-4 millj­ón­ir: 26
  • Tjón á bil­inu 2-3 millj­ón­ir: 49
  • Tjón á bil­inu 1-2 millj­ón­ir: 255

Til­vik þar sem tjón er millj­ón krón­ur eða meira voru því 343 eða næst­um því eitt á dag.

 

Fleira áhugavert: