Brot gegn skuldbindingum EES..

Heimild:  

 

Agúst 2013

Árni Finnsson

Ísland brýtur gegn skuldbindingum EES-samningsins með því að veita skólpi beint í sjó eða ár, að mati formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Sveitarfélög gátu fengið styrk frá ríkinu til að koma fráveitumálum í rétt horf.

Tilskipun Evrópusambandsins um hreinsun skólps frá þéttbýli var innleidd í íslensk lög árið 1994. Í henni segir að þéttbýlisstaðir með 2000 til 15000 íbúa skuli hafa safnræsi fyrir skólp í síðasta lagi í árslok 2005. Til að gera sveitarfélögum þetta kleift voru sett lög um fjárstuðning ríkisins við fráveituframkvæmdir.

Fram hefur komið í fréttum RÚV að þessi mál eru í ólestri víða um land. Öllu skólpi frá Selfossi er til að mynda veitt beint í Ölfusá, þar sem er viðkvæmt lífríki. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir hrunið enga afsökun fyrir því hvernig málum er háttað í Árborg.

Myndaniðurstaða fyrir EES-samningsins„Samkvæmt þessum lögum þá eiga þeir að fá styrk frá ríkisvaldinu til að ganga frá þessum málum svo vel sé og það hafa þeir bara ekki gert. Þeir hafa trassað það og það er bara bæjaryfirvöldum í Árborg til skammar,“ segir Árni.

Tilgangurinn með styrkjunum var að hvetja sveitarfélög til að koma skólpfráveitumálum í rétt horf fyrir árslok 2005 eins og reglugerðin kveður á um. Verkefnið var framlengt til 2009 og greiddi ríkið allt að 30 prósent af kostnaði við framkvæmdir.

„EES-samningurinn kveður á um að bæjarfélög af þessari stærð með þetta mikla losun þurfi að setja upp hreinsunarkerfi fyrir árið 2005 og það var ekki gert. Þannig að bæði hafa íslensk lög verið brotin að mínu mati og Ísland er þá þarna að brjóta með hjálp Árborgar, skuldbindingar Íslands,“ segir Árni.

Fleira áhugavert: