Landspítalalóð – Bætt við stórhýsum
Janúar 2018
Áformað er að bæta þremur stórhýsum við fyrirhugað svæði nýs Landspítala. Húsin þrjú verða við Hringbraut, alls 15 þúsund fermetrar. Þau eru skilgreind sem randbyggð.
Þá hefur verið teiknuð viðbygging við fyrirhugaðan meðferðarkjarna. Samkvæmt kynningargögnum á vef nýs Landspítala er gert ráð fyrir vörumóttöku vestan við meðferðarkjarnann. Á lóðinni sé mögulegt að stækka meðferðarkjarnann.
Samkvæmt teikningu ASK arkitekta, sem birt er í Morgunblaðinu, hafa verið gerð drög að byggingu á umræddri lóð. Hún verður á móti áformaðri samgöngumiðstöð. Í blaðinu segir Eiríkur Hilmarsson, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands ehf., áformað að ljúka byggingu randbyggðarinnar 2025.