Ísleifur Jónsson og Lagnalagerinn sameinast
Desember 2017
Ísleifur Jónsson ehf. og Lagnalagerinn ehf. munu renna saman í eitt félag í byrjun næsta árs undir merkjum Ísleifs Jónssonar ehf.
Ísleifur Jónsson ehf. var stofnað árið 1921 er rótgróið fjölskyldufyrirtæki. Þar er rekin hreinlætistæjadeild, tæknideild og lagnadeild.
Lagnalagerinn var stofnað árið 2007 sem fagmannaverslun pípulagningamanna. Starfsemi Lagnalagersins verður flutt frá Fosshálsi 27 yfir í húsnæði Ísleifs Jónssonar að Draghálsi 14-16 í byrjun ársins 2018.
Guðmundur B. Gíslason framkvæmdastjóri Lagnalagersins myn veita Lagnadeild Ísleifs Jónssonar forstöðu.
Stefnan verður sem fyrr að bjóða upp á „one stop shop“ fyrir pípulagningamenn og hafa allt efni á einum stað.
Ísleifur Jónsson ehf. fékk afhent nýlega tæplega 1000 m2 vöruhús að Draghálsi 18 eða í næsta húsi, sem verður mikil hagræðing og gerir vinnulag auðveldara á lagernum, öllum til góðs.