Ný ylströnd – Gufunes, Skarfaklettur

Heimild:  

 

Október 2017

Ylströnd við Gufunes hugnast eflaust mörgum Grafarvogsbúum.

Ylströnd við Gufunes hugnast eflaust mörgum Grafarvogsbúum. REYKJAVÍKURBORG

Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra um að stofnaður verði starfshópur til að kanna möguleikann á að nýta heitt umframvatn til að búa til ylstrandir við Gufunes og Skarfaklett. Umframvatnið kemur frá virkjunum eða borholum Orkuveitu Reykjavíkur.

Lagt er til að fulltrúi ÍTR verði formaður hópsins en ÍTR rekur ylströndina í Nauthólsvík. Aðrir sem munu skipa hópinn eru fulltrúar frá skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, umhverfis- og skipulagssviðs og Orkuveitu Reykjavíkur.

Framleitt er mun meira af heitu vatni úr virkjunum á sumrin en þörf er fyrir og er umframvatni því fargað. Í minnisblaði frá Veitum segir að það væri Orkuveitunni ánægjuefni ef skemmtileg nýting fyndist fyrir þetta vatn.

Fleira áhugavert: