Saga Sádi Arabíu – Landið sem ætti ekki að vera til..
eftir
Vatnsidnadur
·
október 23, 2017
Heimild:

Sádi-Arabía: Landið sem ætti ekki að vera til..

Tónlistarspilari
Smella á örina á timalínuna hér að ofan, til að heyra umfjöllunina

Af vef wikipedia
Janúar 2016
Nýlega kastaðist í kekki milli tveggja stórvelda í hinum íslamska heimi, Sádi-Arabíu og Írans, eftir að Sádar tóku af lífi áhrifamikinn sjíaklerk. Í kjölfarið var kveikt í sendiráðum Sáda í Íran og ríkin tvö hafa nú slitið stjórnmálasambandi sín á milli. En stirð samskipti ríkjanna eiga sér rætur talsvert lengra aftur í tímanum.
Ljósinu beint að Sádi-Arabíu. Ríki sem oft hefur verið lýst sem landi andstæðna – auðugt konungsríki í berangurslegri eyðimörk, þar sem hver skýjakljúfurinn rís upp af öðrum, en lög þess byggja á ævafornum trúarreglum og mannréttindi eru fótum troðin.
„Sádi-Arabía er land sem ætti, samkvæmt öllum kenningum, ekki að vera til,“ eins og breski sagnfræðingurinn Robert Lacey orðar það í bók sinni Inside the Kingdom, um sögu Sádi-Arabíu.
Í þættinum er fjallað um stofnun sádíska konungsríkisins, rætur bandalags konungsfjölskyldunnar við forsvarsmenn íslamskrar hreintrúarstefnu sem kennd er við wahabisma, olíuauðinn og leið Sáda til áhrifa á alþjóðavettvangi, og samskiptin við Íran.


Tags: Sádi ArabíaSaga Sádi Arabíu
Fleira áhugavert: