Byggingaframkvæmdir næstu árin

Heimild:  

 

Dagur B. Eggertsson kynnti fyrirætlanir borgarinnar í byggingu íbúða og ...

Dag­ur B. Eggerts­son kynnti fyr­ir­ætlan­ir borg­ar­inn­ar í bygg­ingu íbúða og út­hlut­una lóða á fundi í morg­un. Mynd­in er úr safni. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Október 2017

Rúm­lega þrjú þúsund íbúðir eru í bygg­ingu í Reykja­vík en í samþykkt­um deili­skipu­lags­áætl­un­um er heim­ild fyr­ir á fimmta þúsund íbúðir. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri kynnti þau verk­efni sem eru í gangi og fyr­ir­huguð í er­indi á fundi í ráðhús­inu í morg­un. Í er­indi hans kom fram að borg­in hafi rúm­lega 19 þúsund íbúðir á prjón­un­um á kom­andi árum.

„Þau staðföstu áform sem við erum með eru á við þrjú Breiðholts­verk­efni,“ sagði Dag­ur til að setja fyr­ir­ætlan­ir í sam­hengi. Hann sagði að mun­ur­inn væri sá að fram­kvæmd­irn­ar væru nú dreifðar um alla Reykja­vík, en væru ekki bundn­ar við eitt hverfi eins og þegar Breiðholtið var byggt upp. Fram­kvæmd­irn­ar sem væru í gangi og áformaðar ættu það sam­eig­in­legt að miða að þétt­ingu byggðar. Gert er ráð fyr­ir því í aðal­skipu­lagi borg­ar­inn­ar að 90% allra nýrra íbúða á tíma­bil­inu 2010-2030 rísi inn­an nú­ver­andi þétt­býl­is­marka.

 

Ríf­lega 4.000 íbúðir án hagnaðarsjón­ar­miða

Dag­ur greindi frá því í kynn­ingu sinni að stefnt hefði verið að upp­bygg­ingu 2.500 til 3.000 leigu- og bú­setu­rétta­r­í­búða fyr­ir fé­lög sem rek­in eru án hagnaðarsjón­ar­miða, á ár­un­um 2014-2019 en að mun fleiri íbúðir í það væru í bygg­ingu.

Hann sagði að efnt hafi verið til sam­vinnu við verka­lýðshreyf­ing­una, hús­næðis­sam­vinnu­fé­lög, fé­lög eldri borg­ara, náms­menn og einkaaðila um aðgerðir. Afrakst­ur þeirr­ar sam­vinnu sé að nú liggi fyr­ir staðfest áform um bygg­ingu 4.100 íbúða af þess­um toga. Þar af væru um eitt þúsund verka­lýðsíbúðir, 1.340 náms­mann­a­í­búðir, 450 bú­setu­rétta­r­í­búðir, annað eins af íbúðum fyr­ir eldri borg­ara, 105 hjúkr­un­ar­rými, yfir 100 sér­tæk bú­setu­úr­ræði fyr­ir fatlað fólk og yfir 700 íbúðir Fé­lags­bú­staða, sem er í eigu borg­ar­inn­ar.

Hér sést hvar til stend­ur – eða verið er apð byggja: Smella á kort til að sjá gangvirkt kort – frekari upplýsingar

Dag­ur sagði að í upp­færðri áætl­un yfir upp­bygg­ing­ar­svæði í Reykja­vík væru 3.100 íbúðir á fram­kvæmda­stigi og að samþykkt deili­skipu­lag væri fyr­ir 4.302 íbúðir. Því til viðbót­ar væru 3.045 íbúðir í form­legu skipu­lags­ferli. „Enn frem­ur eru 8.805 íbúðir til viðbót­ar í und­ir­bún­ings­fer­il eða í skoðun á þró­un­ar­svæði. Alls ger­ir þetta 19.252 íbúðir, sem er ríf­lega 2.000 íbúðum meira en reiknuð íbúðaþörf aðal­skipu­lags­ins til 2030 gerði ráð fyr­ir,“ seg­ir í bæk­lingi um upp­bygg­ingu íbúða í borg­inni.

Í er­indi sínu gagn­rýndi Dag­ur önn­ur sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu fyr­ir sinnu­leysi þegar kæmi að upp­bygg­ingu fé­lags­legra íbúða og benti á að aðeins Hafn­ar­fjörður væri með um 50 slík­ar íbúðir á prjón­un­um.

Bygg­ing­ar­svæði á fram­kvæmda­stigi – Fjöldi íbúða

Efsta­leiti 360
Hlíðar­endi 780
Smiðju­holt 203
Bryggju­hverfi II 280
Granda­veg­ur 142
Hljómalind­ar­reit­ur 35
Hverf­is­gata 92-96+ 60
Hafn­ar­torg-Aust­ur­höfn 178
Brynjureit­ur 77
Frakka­stígs­reit­ur 68
Tryggvagata 13 40
Mána­tún 44
Borg­ar­tún 28 21
Ný­lend­ur­reit­ur 20
Suður-Mjódd 130
Reyn­is­vatns­ás 50
Höfðatorg I 94
Mörk­in 74
Baróns­reit­ur-Hverf­is­gata 85-93 70
Soga­veg­ur 73-77 45
Sig­túns­reit­ur 108
Keilu­grandi 1 78
Skóg­ar­veg­ur 20
Úlfarsár­dal­ur – nú­ver­andi hverfi 100
Lauga­veg­ur 59 11
Hverf­is­gata 61 12
Sam­tals: 3.100 íbúðir 

Samþykkt deili­skipu­lag – Fjöldi íbúða

Kirkju­sand­ur 300
Vest­ur­bugt 176
Spöng­in-Móa­veg­ur 156
Baróns­reit­ur-Skúla­gata 105
Vís­indag­arðar 210
Hraun­bær 103-105 60
Sæ­túns­reit­ur 100
Höfðatorg II 126
Voga­byggð II 776
Naut­hóls­veg­ur 440
Borg­ar­tún 34-36 86
Sléttu­veg­ur 307
KHÍ-lóð 160
Sól­tún 2-4 30
Elliðabraut 200
Stein­dórs­reit­ur 70
Vig­dís­ar­lund­ur 20
Voga­byggð I 330
Úlfarsár­dal­ur – nú­ver­andi hverfi 290
Úlfarsár­dal­ur – Leirtjörn 360
Sam­tals: 4.302 íbúðir

Að auki eru 3.045 íbúðir í skipu­lags­ferli. Stærstu svæðin eru þar þriðji áfangi Bryggju­hverf­is (800 íbúðir), Skeif­an (750 íbúðir), fyrsti áfangi Gufu­ness (450 íbúðir) og Heklureit­ur (400 íbúðir).

Þá eru tæp­lega 9 þúsund íbúðir fyr­ir­hugaðar á svo­kölluðum þró­un­ar­svæðum. Þar mun­ar mestu um 4.500 íbúðir í Elliðaár­vogi og þúsund í Skerja­byggð. Þá er gert ráð fyr­ir 800 íbúðum í þriðja og fjórða áfanga Voga­byggðar. Í þróun eru líka 500 íbúðir við Kringl­una og áþekkt magn bæði á Keld­um og í Gufu­nesi.

Fleira áhugavert: