Stórhýsi miðbæ Borgarnesi – 2 Milljarðar

Heimild:  

 

Apríl 2016

Í apríl 2016 var fyrsta skóflustungan tekin að stórhýsi sem reisa á við Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi, beint á móti verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi. Fyrirtækið Snorra Hjaltasonar byggingameistara, Hús og lóðir ehf., heldur utan um framkvæmdina en SÓ Húsbyggingar verður framkvæmdaraðili og mun sjá um samskipti við undirverktaka. Að sögn Jóhannesar Freys Stefánssonar framkvæmdastjóra SÓ Húsbygginga verður þetta stærsta verkefni fyrirtækisins frá upphafi, ef undan er skilin bygging Reykholtskirkju og Snorrastofu sem tók að vísu 12 ár. Um tvö sambyggð hús verður að ræða í miðbæ Borgarness. Annars vegar sjö hæða blokk með 28 íbúðum auk þjónustukjarna á jarðhæð, en hins vegar fimm hæða, 85 herbergja fjögurra stjörnu hótel. 600 fermetra bílakjallari verður undir húsinu. Byggingarnar verða alls 8-9 þúsund fermetrar og áætlað að verkið kosti um tvo milljarða króna. Húsin verða reist úr forsteyptum einingum og hafa samningar náðs við Smellinn á Akranesi um framleiðslu þeirra. Fjölmargir undirverktakar koma auk þess við sögu. Stefnt er að verktíminn verði 18 mánuðir en hótelhlutinn á að verða tilbúinn fyrr, eða eftir rúmt ár.

September 2017

Framkvæmdir eru í gangi á þessu metnaðrfulla verkefni sem setja mun svip sinn á miðbæ Borgarnes.

 

Fleira áhugavert: