Plæging jarðstrengja – Friðlýst svæði
September 2017
Strenglögn um friðlýst svæði hjá Hraunfossum
Hraunfossar og Barnafoss eru friðlýstir sem náttúruvætti og er mannvirkjagerð og jarðrask á svæðinu háð leyfi Umhverfisstofnunar. Í kjölfar samráðs við Umhverfisstofnun um hvernig best væri að standa að verkefninu, og öflun leyfa og gagna um aðstæður á því svæði sem strenglögnin lægi um, var umsókn um leyfi til framkvæmda á friðlýstu svæði send stofnuninni. Leyfið var veitt þann 21. júní 2017 og mat Umhverfisstofnun að litlar líkur væru á því að framkvæmdin muni hafa áhrif á verndargildi náttúruvættisins. Verkefnið var jafnframt unnið undir eftirliti stofnunarinnar. Vinna hófst 16. ágúst s.l. og var henni að fullu lokið, með frágangi á strengleið þann 31. ágúst.