Neysluvatn höfðuðborgarsvæðinu – Falsað niðurstöður vatnsgæða

Heimild:  

 

Ágúst 2017

Mat­væla­stofn­un hef­ur kært mat­væla­fyr­ir­tæki til lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu, en fyr­ir­tækið er staðsett þar. Rök­studd­ur grun­ur er um að fyr­ir­tækið hafi falsað niður­stöður grein­inga á vatns­sýni og reynt með því að blekkja Mat­væla­stofn­un sem op­in­ber­an eft­ir­litsaðila. Þetta kem­ur fram á vef stofn­un­ar­inn­ar.

Mat­væla­fyr­ir­tæki eins og hér á við taka sjálf vatns­sýni a.m.k. ár­lega og senda á rann­sókn­ar­stofu til grein­ing­ar. Niður­stöður grein­inga eru síðan varðveitt­ar og skoðaðar af eft­ir­lits­mönn­um en fyr­ir­tæki sem þessi eru heim­sótt tvisvar til þris­var á ári af starfs­mönn­um stofn­un­ar­inn­ar.

Í þessu til­viki fékk fyr­ir­tækið í janú­ar af­hent­ar niður­stöður grein­inga rann­sókn­ar­stofu á vatns­sýni sem það hafði sjálft tekið til skoðunar á vatns­gæðum. Niður­stöðurn­ar sýndu að vatns­sýnið stæðist ekki kröf­ur sam­kvæmt reglu­gerð með til­liti til ör­verutaln­ing­ar.

Eft­ir­litsmaður Mat­væla­stofn­un­ar mætti í fyr­ir­tækið 4. júlí og fór þá m.a. fram á að fá til skoðunar nýj­ustu niður­stöður grein­inga á vatns­sýni.

Falsaði skjal frá rann­sókn­ar­stofu

For­svarsmaður fyr­ir­tæk­is­ins sagðist ekki hafa þær hand­bær­ar, en sendi stofn­un­inni síðar sama dag skjal dag­sett 12. júní 2017, með niður­stöðum grein­inga á vatns­sýni frá viður­kenndri rann­sókna­stofu. Þar kom fram að vatns­sýni sem fyr­ir­tækið hefði af­hent til grein­ing­ar upp­fyllti kröf­ur reglu­gerðar um neyslu­vatn. Skjalið var á bréfs­efni rann­sókna­stof­unn­ar og und­ir­ritað af starfs­manni henn­ar.

Grun­semd­ir vöknuðu hjá eft­ir­lits­manni Mat­væla­stofn­un­ar um gildi skjals­ins og hef­ur rann­sókna­stof­an staðfest að það er ekki gefið út af henni. For­svarsmaður fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur einnig játað að svo er ekki.

Meng­un­in senni­lega rak­in til sýna­töku­búnaðar

„Mat­væla­stofn­un álít­ur málið al­var­legt og ákvað að kæra það til lög­reglu, þar sem hér er að mati stofn­un­ar­inn­ar um að ræða full­framið brot, en skjalafals er brot á al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um.

Eft­ir viðræður við for­ráðamann fyr­ir­tæk­is­ins má ætla að vatns­sýni sem hann tók í byrj­un árs­ins hafi meng­ast af sýna­töku­búnaði, sem ekki var ætlaður til þeirra nota. Mat­væla­stofn­un hef­ur nú tekið vatns­sýni hjá hlutaðeig­andi fyr­ir­tæki og reynd­ist það stand­ast ör­veru­fræðileg viðmið um gæði neyslu­vatns.

Stofn­un­in vill beina því til for­ráðamanna mat­væla­fyr­ir­tækja að bregðast strax við ef vatns­sýni stand­ast ekki kröf­ur og grípa þegar til viðeig­andi ráðstaf­ana til að tryggja ör­yggi og gæði mat­væla,“ seg­ir enn frem­ur á vef Mat­væla­stofn­un­ar.

Fleira áhugavert: