Umtalsverð virkjun vindorku á Íslandi framundan?

Heimild:  Ketill Sigurjónsson

 

Mars 2018

Umtalsverð virkjun vindorku á Íslandi framundan?

Hratt lækk­andi kostn­aður vind­virkj­ana gæti brátt skapað okkur ný og góð tæki­færi til ódýrrar og óvenju umhverf­is­vænnar raf­orku­fram­leiðslu; tækifæri sem felast í því að virkja vindinn. Þess vegna er senni­lega fullt til­efni til að svara spurn­ing­unni sem kemur fram í fyr­ir­sögn þess­arar greinar ját­andi.

Bæði fólk og og fyr­ir­tæki hér á landi hafa lengi notið þess hversu ódýrt hefur verið að virkja jarð­var­mann hér og þó sér­stak­lega íslensku fall­vötn­in. Og við erum löngu orðin vön því að svo til öll raf­orka á Íslandi sé fram­leidd með þessum hætti.

Umfangs­mikil virkjun jarð­varma til raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi á sér þó ekk­ert mjög langa sögu og hefur í vissum til­vikum reynst flókn­ari og dýr­ari en ætlað var. Nú er svo komið að breyttar aðstæður kunna að valda því að við munum senn upp­lifa umtals­verða virkjun vind­orku.

Dýr­ari jarð­varmi og ódýr­ari vind­orka

Í vissum til­vikum eru vind­virkj­anir (vindlundir eða vinda­fls­stöðv­ar) að verða áhuga­verð­ari kostur hér en að reisa nýjar jarð­varma­virkj­an­ir. Þá er átt við þau svæði á Íslandi þar sem vind­skil­yrði eru hag­stæðust, þ.e. þar sem búast má við sér­lega góðri nýtni vinda­fls­stöðvar (um og yfir 40%).

Næstu jarð­varma­virkj­anir á Íslandi verða tals­vert dýrar, auk þess sem reynslan hefur sýnt að gæti­lega þarf að fara til að ofnýta ekki jarð­hita­auð­lind. Þetta skapar nýjar aðstæður og áhuga­verð tæki­færi til að huga að fleiri raun­veru­lega vist­vænum eggjum fyrir íslensku orkukörf­una.

Sjáum við brátt 300–400 MW af vindafli á Íslandi?

Spám sér­fræð­inga ber almennt saman um að kostn­aður við að virkja vind muni áfram fara lækk­andi á kom­andi árum. Það virð­ist því lík­legt að nýt­ing íslenskrar vind­orku verði sífellt álit­legri. Og þar með verði minni þörf eða minni hvati til að skerða nátt­úruperlur eins og t.d. Eld­vörp (jarð­varmi) eða Hólmsá (vatns­fall).

Þetta gæti haft tölu­verð áhrif á þróun orku­geirans hér á Íslandi. Eftir um ára­tug kunna að verða hér komnar vind­virkj­anir með sam­an­lagt afl upp á u.þ.b. 300–400 MW. Og til fram­tíðar kann nýt­ing vind­orku hér að skila okkur álíka raf­orku­magni eins og u.þ.b. fimm Búð­ar­háls­virkj­anir og færa þjóð­inni nýjar og veru­legar útflutn­ings- og gjald­eyr­is­tekj­um.

Árang­urs­rík til­rauna­verk­efni

Sífellt aukin hag­kvæmni vind­orkunnar síð­ustu árin er í góðu sam­ræmi við það sem bent var á í skýrslu sem unnin var fyrir þáver­andi iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyti árið 2009. Þar voru íslensk stjórn­völd hvött til að kanna sér­stak­lega þennan val­kost til raf­orku­fram­leiðslu. Og þá einkum gang­ast fyrir meiri rann­sóknum á aðstæðum hér­lendis til slíkrar fram­leiðslu fyrir til­stilli vinds­ins.

Síðan þá hefur Veð­ur­stofa Íslands, í sam­vinnu við fleiri rann­sókna­stofn­an­ir, unnið að ýmsum rann­sóknum um vind­orku og þróað líkan um vinda­far á Íslandi. Í árs­lok 2012 reisti Lands­virkjun tvær nokkuð stórar vind­myllur ofan við Búr­fell. Rúmu ári síðar reisti Biokraft ehf. tvær nokkru minni og eldri (not­að­ar) vind­myllur við Þykkvabæ í Rangár­þingi ytra. Árangur þess­ara tveggja verk­efna hefur til þessa verið það góður að bæði umrædd fyr­ir­tæki vinna nú að und­ir­bún­ingi miklu stærri vind­orku­verk­efna.

Löng hefð er fyrir jarðvarmavirkjunum hér á landi. Líklegt er að meiri áhersla verði á virkjun vindorku í framtíðinni, hér á landi.

Löng hefð er fyrir jarðvarmavirkjunum hér á landi. Líklegt er að meiri áhersla verði á virkjun vindorku í framtíðinni, hér á landi.

Fyrstu íslensku vind­virkj­an­irnar gætu risið á allra næstu árum

Óvíst er hversu hratt verður farið í virkjun vind­orku á Íslandi. Í dag er staðan sú að til stendur að reisa hér a.m.k. fjóra vindlundi eða vind­virkj­an­ir. Ef allar þessar áætl­anir ganga eftir verður vind­orka senn nýtt í umtals­verðum mæli til raf­orku­fram­leiðslu hér á landi. Það gæti orðið innan örfárra ára, en gæti líka taf­ist af ýmsum ástæð­um. T.d. hefur komið fram að Lands­virkjun ætli að láta sín vind­orku­verk­efni sæta mati Ramma­á­ætl­un­ar, sem er reyndar ekki skylt skv. lög­um. Þetta kann að tefja þessi verk­efni Lands­virkj­unar tals­vert.

Vindlund­ir, vind­virkj­an­ir, vind­orku­ver eða vinda­fls­stöðv­ar?

Hér er vert að nefna í fram­hjá­hlaupi að af hálfu Lands­virkj­unar er oft talað um þessi verk­efni sem vindlundi. Íslensku­fræð­ingar hafa bent grein­ar­höf­undi á að orðið „vindlund­ur“ sé tæp­lega heppi­legt hug­tak um virkj­anir af þessu tagi. Orðið lundur (sbr. trjá­lund­ur) veki hug­renn­ingar um skjól fyrir vindi. Vind­virkj­anir munu að sjálf­sögðu síst rísa á skjól­ríkum svæðum og það sem skiptir hér kannski meira máli er að slík mann­virki veita tæp­lega almenni­legt skjól fyrir vindi eða veðr­um.

Auk þess þykir sumum sem end­ur­tekni sam­hljóða­klas­inn „nd“ í orði sé fremur vond íslenska og tungu­brjótur (þó svo dæmi séu til um þannig orð í íslensku). Hug­takið vindlundur kann því að þykja hálf­gert orð­skrípi. Og jafn­vel bera með sér að vera smíðað sem áróð­urs­kennt hug­tak/orð í þeim til­gangi að milda hug­hrif fólks gagn­vart þeim áhrifum sem svona mann­virki hafa á umhverf­ið. Þar er einkum um að ræða sjón­ræn áhrif.

Með þessar ábend­ingar í huga álítur sá sem þetta skrifar eðli­leg­ast að talað sé um vind­virkjun , vind­orku­ver eða vinda­fls­stöð þegar lýsa skal umtals­verðum fjölda eða klasa af vind­myll­um. Þ.e. mörgum háum turnum með stórum spöðum og öfl­ugum hverfl­um, sem líta má á sem eina heild (eina virkj­un).

Hug­takið vind­virkjun kann þó að minna full mikið á vind­verk! Enn einn mögu­leiki er vind­garður. Á end­anum ræðst þetta íslenska nafn­orð um það sem á ensku er oft kallað wind farms og á dönsku vind­park vænt­an­lega af því hvaða mál­venja hér mynd­ast. En það er a.m.k. sann­ar­lega tíma­bært að huga vel að góðu íslensku orði um þessi mynd­ar­legu hátækni­mann­virki.

Lands­virkjun áformar stærstu vind­virkj­un­ina

Þau fjögur umræddu vind­orku­verk­efni sem hafa verið til skoð­unar hér á síð­ustu árum eru eft­ir­far­andi. Fyrst er að nefna tvær fyr­ir­hug­aðar vinda­fls­stöðvar Lands­virkj­un­ar, ann­ars vegar 200 MW vind­virkjun nokkru ofan við vatns­afls­virkj­un­ina Búr­fells­stöð og hins vegar 100 MW vind­virkjun við Blöndu­stöð.

Þessar tvær fyr­ir­hug­uðu vind­virkj­anir hefur Lands­virkjun kallað Búr­fellslund og Blöndu­lund. Athuga ber að í desember s.l. (2016) kynnti Skipu­lags­stofnun álit sitt vegna mats á umhverf­is­á­hrifum fyr­ir­hug­aðs Búrfellslundar. Í áliti stofn­un­ar­innar er Lands­virkjun hvött til þess að leita ann­arrar stað­setn­ingar og/eða huga að smærra verk­efni á við­kom­andi svæði. Ekki er ennþá ljóst hvernig Lands­virkjun mun nákvæm­lega bregð­ast við þess­ari nið­ur­stöðu Skipu­lags­stofn­un­ar.

Þá er fyr­ir­huguð 45 MW vind­virkjun Biokraft í Þykkva­bæ, sem kölluð er Vinda­borg. Og loks hefur fyr­ir­tæki sem nefn­ist Arctic Hydro áform um 20–30 MW vinda­fls­stöð í Austur Land­eyj­um.

Vind­að­stæður þarna sunn­ar­lega í Rang­ár­valla­sýslu eru lík­lega mjög góðar og þessi verk­efni því bæði mögu­lega vel stað­sett m.t.t. hag­kvæmni. En sökum þess að bæði verk­efnin eru fyr­ir­huguð á miklu flat­lendi, innan sveita­byggðar með útsýni til fjalla, jök­uls og eyja, þá yrðu sjón­ræn áhrif af þessum virkj­un­unum óhjá­kvæmi­lega tölu­verð.

Vindmyllugarður í Raggovidda í N-Noregi.

Gæta þarf vel að sjón­rænum áhrifum

Það eru einmitt nei­kvæð sjón­ræn áhrif sem helst mæla gegn vind­virkj­unum (hér er vert að nefna að almennt virð­ast svona mann­virki ekki valda miklum fugla­dauða en þó vissu­lega ein­hverj­u­m). Af þessum sökum er hætt við að umrædd verk­efni Arctic Hydro og Biokraft muni mæta and­stöðu. Reyndin er þó auð­vitað sú að í dag mætir hvert ein­asta orku­verk­efni marg­vís­legri and­stöðu. Og hið eðli­leg­asta mál að um þau sé ítar­lega fjallað og vand­lega gætt að öllum mögu­legum áhrifum slíkra verk­efna áður en end­an­leg ákvörðun er tek­in.

Upp­bygg­ing­ar­hrað­inn er óviss

Enn er óvíst hvort öll fram­an­greind fjögur vind­orku­verk­efni verða að veru­leika. Hið sama má segja um fimmta og nýjasta vind­orku­verk­efn­ið. Þar er nú unnið að stað­ar­vali í því skyni að reisa vind­virkj­anir hér með veru­legu afli. Tekið skal fram að höf­undur þess­arar greinar kemur að því verk­efni og eðli­legt að les­endur hafi það í huga. Mögu­lega eru svo önnur verk­efni áformuð, hvort sem eru smærri verk­efni á ein­stökum jörðum eða stærri verk­efni sem kunna að vera grein­ar­höf­undi ókunn.

Ekki er unnt að full­yrða um það hver upp­bygg­ing­ar­hrað­inn verður á vind­virkj­unum á Íslandi og margt getur tafið verk­efni af þessu tagi. Miðað við áætluð verk­efni og kostn­að­ar­sam­an­burð við jarð­varma má þó telja raun­hæft að eftir u.þ.b. ára­tug eða svo verði vind­virkj­anir á Íslandi á bil­inu 300–400 MW, eins og áður sagði. Spár af þessu tagi eru þó óhjá­kvæmi­lega háðar veru­legri óvissu.

Áformin (370 MW) nema um tveimur Búð­ar­háls­virkj­unum

Sam­an­lagt heild­ar­afl þeirra fjög­urra vind­virkj­ana sem nefndar voru hér að framan yrði nálægt 370 MW. Athuga ber að fimmta vind­orku­verk­efn­ið, sem einnig var nefnt, er við­bót við þetta fyr­ir­hug­aða vindafl. Umrædd fjögur verk­efni upp á 370 MW gætu skilað nálægt 1.300 GWst af raf­orku árlega. Sú raf­orka er ámóta mikil eins og fram­leiðsla rétt rúm­lega tveggja Búð­ar­háls­virkj­ana.

Kostn­aður þess­ara fjög­urra vind­virkj­ana myndi verða nokkru meiri pr. fram­leidda MWst en ger­ist hjá Búð­ar­háls­virkj­un. Enda eru stórar vatns­afls­virkj­anir almennt ódýrasta aðferðin til raf­orku­fram­leiðslu. Það er því vafa­lítið fyrst og fremst nýt­ing jarð­varma hér sem íslensk vind­orka mun keppa við eða hægja á. Senni­lega er þó eðli­leg­ast að lýsa nýt­ingu vind­orku ein­fald­lega sem góðri og skyn­sam­legri við­bót í íslenska orku­geir­ann.

Allt að 1.600 MW innan tveggja ára­tuga?

Hér í lokin er vert að nefna yfir­lit Kviku/Pöyry um það hvernig þau fyr­ir­tæki telja senni­legt að upp­bygg­ing raf­orku­fram­leiðslu á Íslandi verði næstu tvo ára­tug­ina. Sam­kvæmt þeirra áliti, sbr. skýrslan Raf­orku­sæ­strengur milli Íslands og Bret­lands — kostn­að­ar- og ábata­grein­ing, eru álitnar litlar líkur á því að vind­virkjun rísi hér hér nema jafn­hliða sæstreng.

Ein­ungis í s.k. hárri sviðs­mynd Kviku/Pöyry, sem mið­ast við mjög mikla aukn­ingu á eft­ir­spurn hér eftir raf­orku, gerir skýrslan ráð fyrir íslenskum vinda­fls­stöðvum án sæstrengs. Þarna kunna Kvika og Pöyry að hafa van­metið hag­kvæmni vind­orkunnar á Íslandi miðað við aðra orku­kosti, enda er umfjöll­unin um vind­inn í við­kom­andi skýrslu fremur snubb­ótt. Að þessu verður vikið nánar í síð­ari hluta þess­ara skrifa um íslenska vind­orku.

Er þá lokið þess­ari fyrri grein um lík­lega upp­bygg­ingu vind­virkj­ana á Íslandi. Í síð­ari hlut­anum verður útskýrt nánar af hverju nýt­ing vind­orku á Íslandi er áhuga­verð og fjallað um það að mögu­lega munu vinda­fls­stöðvar á Íslandi verða með sam­an­lagt afl allt að 1.600 MW jafn­vel innan tveggja ára­tuga. Þar með gæti íslenska rokið orðið mik­il­væg og verð­mæt nátt­úru­auð­lind og skapað þjóð­inni góðar tekj­ur.

Fleira áhugavert: