Grand Hotel – Árið 2020: 450 herbergi, 14 milljarðar

Heimld: 

 

Júní 2017

Stærra Grand Hót­el verður opnað 2020, verður að líkindum stærsta hótel landsins

Ólaf­ur Torfa­son

Fram­kvæmd­ir við stækk­un Grand Hót­els Reykja­vík­ur hefjast í haust. Við hót­elið verða jafn­framt byggðar íbúðir. Hót­elið er í Sig­túni í Reykja­vík og hef­ur þessi reit­ur verið nefnd­ur Blóma­vals­reit­ur.

Ólaf­ur Torfa­son, stjórn­ar­formaður Íslands­hót­ela, seg­ir að byggðir verði um 40 þúsund fer­metr­ar af hús­næði á reitn­um, að meðtöld­um bíla­geymsl­um. Hann seg­ir aðspurður að fram­kvæmd­in kosti ekki und­ir 14 millj­örðum króna.

Grand Hót­el Reykja­vík er nú annað stærsta hót­el lands­ins með alls 311 her­bergi. Með stækk­un­inni bæt­ast við um 130 her­bergi í nýj­um 9 hæða turni. Alls verða því 440-450 her­bergi á hót­el­inu.

Smella á mynd til að stækka

Nýi turn­inn mun rísa aust­an við nú­ver­andi hót­elt­urn Íslands­hót­ela, sem er 14 hæðir. Verklok við hót­elið eru áætluð í árs­byrj­un 2020, eða eft­ir 30 mánuði.

Marg­ir vilja kaupa íbúðir

Þá verða byggðar 108 íbúðir í sex nýj­um fjöl­býl­is­hús­um á reitn­um.

Und­ir svæðinu verður byggður bíla­kjall­ari með 420 stæðum og á eft­ir að út­færa út­færsl­una hvað varðar eign­ar­hald og nýt­ingu. Með stæðum of­anj­arðar verða 600 stæði.

Ólaf­ur seg­ir mik­inn áhuga á íbúðunum. „Það er stöðugt verið að hringja í mann og óska eft­ir því að fá að skoða og panta íbúðir. Menn vilja finna sér álit­lega íbúð, sem hent­ar þeim,“ seg­ir Ólaf­ur.

 

Fleira áhugavert: