Norðurlöndin – Áhersla á endurheimt votlendis
Mýrlendi þekur einungis um 3% af yfirborði jarðar en geymir í sér um 550 gígatonn af koltvísýringi sem er meira en allir skógar jarðarinnar.
Fulltrúar Norðurlandanna á loftslagsráðstefnunni í París ætla að vekja athygli á mikilvægi endurheimtunnar votlendis í heiminum til að draga úr losun koltvísýrings og hlýnunar jarðar.
Þar sem votlendi getur bundið í sér mikið magn koltvísýrings er endurheimt þess talin ein allra hagkvæmasta leiðin sem fyrir liggur til að binda hann og draga þannig úr hækkandi lofthita á jörðinni.
Framræsla mýra í heiminum hefur losað gríðarlegt magn á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið undanfarna áratugi. Talið er að búið sé að ræsa fram um 45% af öllu votlendi á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum, 60% af öllu votlendi í Evrópu og 16% öllu votlendi jarðar.
Umhverfisráðherrar Norðurlandanna ætla að leggja sameiginlega fram yfirlýsingu á loftslagsráðstefnunni í París þar sem þeir leggja áherslu á mikilvægi votlendisins og endurheimt þess.