Carbfix, kolefnisbinding – OR stofnar félag

Grein/Linkur: OR stofnar nýtt félag um kolefnisbindingu

Höfundur:  Morgunblaðið

Heimild:

.

.

Nóvember 2019

OR stofnar nýtt félag um kolefnisbindingu

Orku­veita Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt, með fyr­ir­vara um staðfest­ingu eig­enda OR, að stofna op­in­bert hluta­fé­lag um kol­efn­is­bind­ing­araðferðina Car­bFix, en hún hef­ur verið nýtt við Hell­is­heiðar­virkj­un síðustu ár. Nýja fé­lagið verður ekki hagnaðardrifið.

Í til­kynn­ingu frá OR kem­ur fram að mark­mið OR með því að skilja verk­efnið frá kjarn­a­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins sé að koma í veg fyr­ir að vax­andi starf­semi Car­bFix trufli annað rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­starf inn­an OR, af­marka og draga úr fjár­hags­legri áhættu fyr­ir grunnþjón­ustu OR, ná aukn­um ár­angri í lofts­lags­mál­um og standa vörð um hug­verka­rétt að verk­efn­inu.

Nýja fé­lagið verður al­farið í eigu OR.

Car­bFix-verk­efnið var sett á fót sem alþjóðlegt vís­inda­sam­starf OR, Há­skóla Íslands og er­lendra vís­inda­stofn­ana árið 2007. Aðferðin er enn í þróun og OR leiðir nú tvö fjölþjóðleg rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­verk­efni, sem eru af­sprengi Car­bFix; Car­bFix2 og GECO. OR og sam­starfsaðilar að verk­efn­un­um hafa hlotið marg­vís­lega alþjóðlega styrki til þró­un­ar á aðferðinni, mest úr rann­sókn­aráætl­un­um ESB. Þannig fékk GECO-verk­efnið um tvo millj­arða króna úr Horizon 2020 áætl­un ESB. Stefnt er að því að nýja fé­lagið sæki áfram um slík fram­lög.

Kostnaður við kol­efn­is­förg­un við Hell­is­heiðar­virkj­un með Car­bFix-aðferðinni er um 3.000 krón­ur á hvert tonn kolt­víoxíðs, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni. Von­ast er til að með frek­ari þróun aðferðar­inn­ar og stærðar­hag­kvæmni geti kostnaður­inn víða orðið enn lægri en þetta er ívið lægri kostnaður en við að kaupa los­un­ar­heim­ild­ir á evr­ópsk­um markaði þessa dag­ana. Verðið er sveiflu­kennt en er nú um 3.300 krón­ur fyr­ir tonnið.

Bryn­hild­ur Davíðsdótt­ir, stjórn­ar­formaður OR, seg­ir í til­kynn­ing­unni að OR líti á verk­efnið sem sam­fé­lags­leg­an ábyrgðar­hluta. „Lofts­lags­vá­in er viðfangs­efni alls mann­kyns. Sem þegn í sam­fé­lagi þjóðanna sem styður við Heims­mark­mið Sam­einuðu þjóðanna lít­ur OR svo á að það sé sam­fé­lags­leg­ur ábyrgðar­hluti að greiða leið sem flestra til að nýta sér Car­bFix-aðferðina. Fyr­ir­tækið, sem við leggj­um til að verði stofnað um verk­efnið, verður því ekki hagnaðardrifið. Við ger­um held­ur ekki ráð fyr­ir að niður­greiða starf­sem­ina því einn helsti styrk­ur Car­bFix-aðferðar­inn­ar er að kostnaður við inn­leiðingu henn­ar er sam­keppn­is­fær við verð á los­un­ar­heim­ild­um eins og það er í dag.“

Fleira áhugavert: