Köll­un­ar­kletts­reitur – 70 millj­arða kr. hverfi

Heimild:  

 

Maí 2017

Þingvang­ur und­ir­býr bygg­ingu fjölda stór­hýsa á Köll­un­ar­kletts­reitn­um Teikn­ing­ar/​Arkþing/​Nordic arki­tekt­ar

Verk­taka­fyr­ir­tækið Þingvang­ur hyggst byggja 200 þúsund fer­metra hverfi í Laug­ar­nesi í Reykja­vík. Pálm­ar Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri Þingvangs, von­ast til að upp­bygg­ing­in geti haf­ist á næsta ári.

Hann seg­ir að í hverf­inu verði bygg­ing­ar sem muni henta vel sem höfuðstöðvar fyr­ir­tækja. Þá verði upp­lagt fyr­ir stofn­an­ir og ráðuneyti að hafa aðset­ur í nýja hverf­inu.

Pálm­ar seg­ir hug­mynd­ir um að byggja 200 hótel­íbúðir í hverf­inu. Þær geti verið hag­kvæm fjár­fest­ing fyr­ir al­menn­ing, sem geti þannig keypt íbúðir og leigt ferðamönn­um. Í um­fjöll­un um áform þessi í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Pálm­ar til skoðunar að byggja litla út­gáfu af Um­ferðarmiðstöðinni BSÍ í nýja hverf­inu.

Þá sé nú miðað við að rúm­lega 45 þúsund fer­metr­ar fari und­ir hót­el­bygg­ing­ar. Til sam­an­b­urðar er Foss­hót­elst­urn­inn á Höfðatorgi, stærsta hót­el lands­ins, í 17 þúsund fer­metra bygg­ingu.

Nýja hverfið er á svo­nefnd­um Köll­un­ar­kletts­reit við Laug­ar­nesið.

Nú­ver­andi hug­mynd­ir gera ráð fyr­ir fjölda bygg­inga á svæðinu.

Fleira áhugavert: