DJúpvatnshverir – Kíslhverir, laugar og goshverir
Vatnshverir myndast á háhitasvæðum þar sem grunnvatn jarðhitakerfanna (djúpvatnið) er við suðumark og kemur upp að yfirborði. Djúpvatnið er kísilsýruríkt og hrúður fellur út þar sem það kemur fram, jafnan nærri eða fáum tugum metra ofan við kalt grunnvatnsborð umhverfisins.
Flokkun yfirborðsjarðhita í djúpvatnshveri eða hveri með klórríku vatni:
Kísilhverir
Kísilhveri má finna: Grændalur/Hveragerði, Geysir, Hveravellir, Landmannalaugar
Djúpvatnsblandaðar laugar
Laugar á háhitasvæðum þar sem djúpvatn og kalt grunnvatn blandast saman. Djúpvatnsuppruninn þekkist á háu kísil- og klórinnihaldi í vatninu. Laugarnar koma fyrir á svæðinu kringum Landmannalaugar og vestan við Námafjall. Landmannalaugar spretta undan Laugahrauni þar sem land er lægst. Laugar af þessum uppruna koma einnig upp úr áreyrum þar nærlendis. Vestan við Námafjall er vatnið í gjánum af þessum uppruna.
Djúpvatnsblandaðar laugar má finna: Landmannalaugar, Öxarfjörður
Goshverir
Goshverir gjósa vegna þess að þrýstingur í vatni þeirra minnkar lítillega og það tekur að sjóða undir þrýstingi við hitastig yfir 100°C. Þá myndast loftbólur sem þrýsta vatnsborðinu upp á við. Við það lækkar þrýstingurinn enn í gosrásinni og suðan eykst og hverinn gýs. Þegar hverinn hefur tæmt sig er gosinu lokið og hann fyllist þá aftur og býr sig undir nýtt gos.
Goshveri má finna: Grændalur/Hveragerði, Geysir, Hveravellir