Fljújandi bílar árið 2020?

Heimild:  

 

Smella á mynd til að stækka – Skydri­ve von­ast meðal ann­ars eft­ir því að hægt verði að nota slík­an bíl til að kveikja á ólymp­íu­eld­in­um í Tókýó árið 2020. Mynd/​Skydri­ve

Maí 2015

Jap­anski bíla­fram­leiðand­inn Toyota til­kynnti að fyr­ir­tækið hefði stutt við hóp verk­fræðinga sem vinna að þróun fljúg­andi bíla. Hingað til hef­ur verk­efnið verið stutt áfram af hóp­fjár­mögn­un­ar­fram­lög­um, en Toyota hef­ur nú ákveðið að veita hópn­um sem nem­ur 274 þúsund pund­um, eða 38 millj­ón­um, til áfram­hald­andi þró­un­ar.

Hóp­ur­inn kall­ast Skydri­ve og segj­ast þeir vera að þróa heims­ins minnsta fljúg­andi bíl. Er hann 2,9 metra lang­ur og 1,3 metr­ar á breidd. Sam­kvæmt áætl­un hóps­ins verður hægt að fljúga bíln­um á 100 km/​klst. hraða í allt að 10 metra hæð.

Not­ast er við tækni sem hef­ur verið vin­sæl meðal fjar­stýrðra dróna, það er að not­ast við fjóra hreyfla. Þá verður bíll­inn einnig með þrjú hjól.

Sam­kvæmt BBC er vax­andi áhugi meðal bíla­fram­leiðenda á að breyta þess­ari fyrr­um fjar­lægu framtíð í raun­veru­leika. Hafa fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um, Þýskalandi, Hollandi, Kína og Jap­an horft til þró­un­ar á þess­um markaði ný­lega.

Fleira áhugavert: