Fljújandi bílar árið 2020?
Maí 2015
Japanski bílaframleiðandinn Toyota tilkynnti að fyrirtækið hefði stutt við hóp verkfræðinga sem vinna að þróun fljúgandi bíla. Hingað til hefur verkefnið verið stutt áfram af hópfjármögnunarframlögum, en Toyota hefur nú ákveðið að veita hópnum sem nemur 274 þúsund pundum, eða 38 milljónum, til áframhaldandi þróunar.
Hópurinn kallast Skydrive og segjast þeir vera að þróa heimsins minnsta fljúgandi bíl. Er hann 2,9 metra langur og 1,3 metrar á breidd. Samkvæmt áætlun hópsins verður hægt að fljúga bílnum á 100 km/klst. hraða í allt að 10 metra hæð.
Notast er við tækni sem hefur verið vinsæl meðal fjarstýrðra dróna, það er að notast við fjóra hreyfla. Þá verður bíllinn einnig með þrjú hjól.
Samkvæmt BBC er vaxandi áhugi meðal bílaframleiðenda á að breyta þessari fyrrum fjarlægu framtíð í raunveruleika. Hafa fyrirtæki í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Hollandi, Kína og Japan horft til þróunar á þessum markaði nýlega.