Loftræstikerfi, Orkumerkingar – Einátta, tvíátta

Grein/Linkur:  Loftræstikerfi fyrir íbúðarhúsnæði

Höfundur:  Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun

Heimild:

.

.

September 2019

Loftræstikerfi fyrir íbúðarhúsnæði

Æskilegur orkunýtniflokkur: A+ eða A
Staðsetning orkumerkingar: Á framhlið tækisins þannig að merkimiðinn sjáist greinilega.

Orkumerkingar loftræstikerfa

Orkumerkingin sýnir hversu orkunýtið kerfið er á kvarðanum A+ til G. Orkunýtnustu kerfin eru merkt A+.

Merkimiði fyrir einátta loftræstikerfi sem eru sett á markað eftir 1. janúar 2016

Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðanum:

  1. Nafn eða vörumerki birgis.
  2. Tegundarauðkenni..
  3. Orkunýtniflokkur.
  4. Hljóðstyrkur í dB.
  5. Hámarksloftstreymi í m3 á klukkustund ásamt einni ör sem táknar einátta loftræstikerfi.

Merkimiði fyrir tvíátta loftræstikerfi sem eru sett á markað eftir 1. janúar 2016


Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram á merkimiðanum:

I.    Nafn eða vörumerki birgis.

II.   Tegundarauðkenni.

III.  Orkunýtniflokkur.

IV.  Hljóðstyrkur í dB.

V.   Hámarksloftstreymi í m3 á klukkustund ásamt tveimur örvum sem vísa í gagnstæðar áttir og tákna tvíátta loftræstikerfi.

Einátta og tvíátta loftræstikerfi

Einátta loftræstikerfi er blæs lofti einungis í eina átt, annað hvort innanfrá og út (fráloft) eða utanfrá og inn (aðloft), þar sem hið vélvirka loftstreymi er jafnað með náttúrulegu aðlofti eða frálofti. Einátta kerfi sem notar meira en 30 vött fellur undir reglugerð um orkumerkingar.

Tvíátta loftræstikerfi blæs lofti innanfrá og út og utanfrá og inn og bæði búið frálofts- og aðloftsviftum.

Fleira áhugavert: