„Space Poop Chal­lenge“ – Hvernig mun maðurinn fara á salernið í geymnum?

Heimild:  

 

Febrúar 2017

Það eru ekki bara tækni­legu vanda­mál­in sem krefjast úr­lausn­ar, held­ur er ekki síður mik­il­vægt að svara praktísk­um spurn­ing­um á borð við þá hvernig við ætl­um að losa okk­ur við þvag, saur og tíðarblóð

Þegar geim­far­ar eru um borð í geim­fari þar sem þeir geta andað að sér súr­efni fara þeir á sal­ernið þegar nátt­úr­an kall­ar. Þegar þeir þurfa að smella sér í geimbún­ing­inn fyr­ir klukku­stunda­langa geim­göngu kem­ur sér­stök full­orðins­bleyja í veg fyr­ir að allt fari út um allt.

En hvað ætla menn að gera þegar þeir þurfa að vera í bún­ingn­um í lengri tíma, jafn­vel marga daga?

Þetta er eitt þeirra fjöl­mörgu vanda­mála sem leysa þarf áður en maður­inn held­ur lengra út í geim, en banda­ríska geim­ferðastofn­un­in NASA er að vinna í mál­inu og hef­ur til­kynnt um sig­ur­veg­ara í svo­kallaðri Space Poop Chal­lenge.


Sá heit­ir Thatcher Car­don og er heim­il­is­lækn­ir, skurðlækn­ir og liðfor­ingi í banda­ríska flug­hern­um. Við út­færslu lausn­ar­inn­ar nýtti hann sér þekk­ingu sína á kviðar­hols­spegl­un.

Sam­keppn­in gekk út á að finna ör­ugga og lækn­is­fræðilega áreiðan­lega leið fyr­ir geim­fara til að losa sig við úr­gang; þvag, saur og tíðablóð, þegar þeir þurfa að klæðast geimbún­ing­um í 144 klukku­stund­ir sam­fleytt, eða sex daga.

Svona kemst geim­far­inn Rich­ard Mastracchio að orði:

„Er mann­fólkið leit­ar út fyr­ir spor­braut jarðar, ferðast til tungls­ins og Mars, mun­um við þurfa að leysa mörg vanda­mál; flest þeirra flók­in tækni­leg vanda­mál. En sum eru ein­föld: Hvernig för­um við á sal­ernið í geimn­um?“

Vand­inn verður aðkallandi ef til lang­ferða kem­ur, þar sem saurug­ur geimbún­ing­ur get­ur leitt til sýk­inga og blóðeitr­un­ar.

Fleiri en 5.000 lausn­ir bár­ust frá „öll­um ríkj­um og heims­álf­um heims“ en það var MACES Per­in­eal Access & Toilet­ing System (M-PATS) Car­don sem varð ofan á.

„Ég var aldrei á því að það væri gott að geyma úr­gang­inn í bún­ingn­um,“ seg­ir Car­don. „Þannig að ég hugsaði; hvernig get­um við kom­ist inn í og út úr bún­ingn­um auðveld­lega?“

Hönn­un Car­don fel­ur í sér lít­inn loft­lás í klof­inu á geimbún­ingn­um, sem koma mætti í gegn­um þvag­leggj­um, upp­blás­an­leg­um hægðaskál­um og öðrum slík­um lausn­um.

Mögu­lega verður hægt að nota þær lausn­ir sem bár­ust í keppn­inni á jörðu sem og á himni.

Ítar­lega frétt um málið má finna hjá CNN.

Fleira áhugavert: