Torkennilegur hlutur úr sjó – Svert plaströr?
Febrúar 2017
Landhelgisgæslunni barst tilkynning um torkennilegan hlut á floti í sjónum við Ægisíðuna, sem gæti verið hættulegur minni bátum, frá árvökulum vegfaranda í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gæslunni.
Skömmu síðar rak hlutinn á land og reyndist hann vera svert plaströr, um tíu metrar að lengd.
Segir í tilkynningunni að félagar í sprengjueyðingar- og séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hafi farið á vettvang í morgun og gengið þannig frá rörinu að engin hætta stafaði af því.
Það verður svo við tækifæri flutt á heppilegri stað.