Tékkneskir vatnsenglar „Aqua Angels“ – Sýna vatnslindum Hafnarfjarðar áhuga

Heimild:  

 

Nóvember 2016

Tékkneska fyrirtækið Aqua Angels vill byggja vatnsátöppunarverksmiðju í Vallahverfinu í Hafnarfirði. Ivana Sankot, forstjóri fyrirtækisins, sendi Related imagebæjaryfirvöldum umsókn um lóð í hverfinu í byrjun október en samkvæmt henni vill það kaupa hana eða leigja. Bæjarráð fól þá Haraldi L. Haraldssyni bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um áform Aqua Angels sem er þriðja erlenda fyrirtækið til að sýna vatnslindum Hafnarfjarðar áhuga á síðustu tveimur árum.

„Þetta fyrirtæki hefur verið að flytja út vatn héðan frá Hafnarfirði og í frekar litlum mæli. Mér er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar komi að þessu og samkvæmt mínum upplýsingum er þetta lítið fjölskyldufyrirtæki frá Tékklandi sem vill væntanlega festa sig í sessi til að hafa betri aðstöðu til að tappa vatninu á,“ segir Haraldur í samtali við DV.

Ivana Sankot sendi umsóknina um lóðina Norðurhellu 3 þann 4. október fyrir hönd Aqua Angels Iceland ehf. Íslenska félagið var stofnað í júní síðastliðnum og er forstjórinn einnig eini hluthafi þess samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Bæjarráð Hafnarfjarðar tók umsóknina fyrir 20. október en í henni segir að fyrirtækið, sem er með höfuðstöðvar í Prag í Tékklandi, vilji reisa átöppunarverksmiðju í bænum.                    

 

Fleira áhugavert: