Verður Orkubylting 2017?
Bill Gates hefur hleypt af stokkunum sjóði sem mun fjárfesta fyrir milljarða dala í tækninýjungum á orkusviðinu. Áætlað er að sjóðurinn hafi 170 milljarða bandaríkjadala til fjárfestinga á þessu sviði. Þykir þetta til marks um að fjárfestingar einkageirans í verkefnum sem miða að minni losun gróðurhúsalofttegunda muni halda áfram, þrátt fyrir að kjör Donalds Trump í embætti forseta hafi varpað skugga á stefnu Bandaríkjanna í loftslagsmálum.
Fleiri auðjöfrar taka þáttHinum nýja áhættufjárfestingarsjóði Gates – sem er fjármagnaður af fleiri leiðandi einstaklingum úr tæknigeiranum, s.s. Jack Ma frá Alibaba og John Doerr frá Kleiner Perkins Caufield & Byers – er ætlað að fjárfesta í fyrirtækjum sem leita róttækra nýrra leiða til að framleiða orku með aðferðum sem losa lítið af mengandi lofttegundum og með minni tilkostnaði en jarðefnaeldsneyti. Sjóðurinn nýtur einnig liðsinnis Total í Frakklandi, eins af stærstu olíufyrirtækjum heims.
Gates segir að hann reikni ekki með að ríkisstjórn Trumps muni geta stöðvað þá langtímaþróun sem er að eiga sér stað í notkun hreinni orkugjafa. Ég held að við getum komið fólki á óvart með því hversu langt við munum ná á næstu fjórum árum. Gates bætir við að hann er líka áhugasamur um nýja tækni á sviði kjarnorku. Það verður afar mikilvægt að finna tæknina sem getur hjálpað mannkyninu að losna við útblásturinn.