Rotturnar hlæja! ..myndband
Margir taugafræðingar við Burnstein taugamiðstöðuna í Berlín kitluðu rottur um langt skeið og rituðu grein um málið í vísindatímaritið Science. Aðalhöfundur greinarinnar, Shimpei Ishiyama, segir það enn á huldu af hverju menn og sumar dýrategundir kitli. Það sé algjör ráðgáta hvaða þróunarfræðilegum tilgangi það þjóni.
Vísindamennirnir komu fyrir rafskautum í þeim hluta heilans sem bregst við snertingu, og þegar rotturnar voru kitlaðar fór allt á flug í þeim hluta heilans. En ekki nóg með það heldur fóru þær – rétt eins og mennirnir – að hlægja. Þær gáfu frá sér hratt og hátt tíst, sömu hljóð og heyrast í rottum við ánægjuleg félagsleg samskipti, þegar þær leika sér hvor við aðra. Tístið er á of hárri tíðni fyrir mannseyrað að greina en ef hægt er á því hljómar það svona:
Ýmislegt forvitnilegt kom í ljós í rannsókninni svo sem að eftir að rotturnar voru farnar að venjast kitlinu byrjuðu þær að hoppa úr kæti af eftirvæntingu þegar þær sáu hendur vísindamannanna nálgast. Þá virtist þær kitla minna ef lýsingin í herberginu var óþægileg. „Ishiyama viðurkennir það þó að enn sé margt á huldu, hann hefur ekki komist til botns í ráðgátunni um kitlið. Við vitum þó að rottur kitlar. Ég held að þetta sé mjög ánægjulegt starf,“ segir Vera Illugadóttir.