Keðjuábyrgð verktaka

Heimild:  ruv

 

kedjuabyrgd

Smella á mynd til að heyra umfjöllun


K
eðjuábyrgð verktaka er meðal þess sem rætt er um að tekin verði upp til að sporna við undirboðum á vinnumarkaði. Keðjuábyrgð getur falið í sér að verksali eða aðalverktaki beri ábyrgð á því að undirverktakar standi í skilum og greiði rétt laun.

„Ég er sannfærður um að slík breyting myndi leiða til þess að verkkaupar og aðalverktakar muni vanda sig betur þegar þeir ráða til sín undirverktaka. Ef undirverktakarnir eru ekki í lagi mega þeir búast við því að þeir sjálfir sitji uppi með skaðann,“ segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ.

Halldór segir að keðjuábyrð sé við líði víða í Evrópu. Í Noregi nái hún til byggingariðnaðar, mannvirkjagerðar og ræstinga.

„Hún hefur orðið til þess að vinnumarkaðurinn í þessum greinum er nú mun heilbrigðari en áður var,“ segir Halldór.

Hann segir að fjöl mörg dæmi séu um að aðalverktakar fríi sig ábyrgðar á brotlegum undirverktökum. Þeir vísi oft til þess að samið hafi verið þessa verktaka og að í samningum við þá standi að það eigi að fara eftir íslenskum kjarasamningum.  Þeir gætu ekki vísað til þess ef keðjuábyrð væri við lýði.

„Ef undirverktakinn væri að brjóta á sínum starfsmönnum eða stæði ekki skil á vörslusköttum þá gæti aðalverktakinn verið ábyrgur fyrir slíkum greiðslum,“ segir Halldór.

Guðmundur Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA, segir að viðræður um hugsanlegar breytingar á vinnumarkaðsreglum séu skammt á veg komnar. Atvinnurekendur séu hins vegar tilbúnir í samtal um t.d. keðjuábyrgð ef slík breyting stuðli að heilbrigðu atvinnulífi.

Fleira áhugavert: