Sjö undur veraldar?

Heimild: ruv

 

undur-veraldar

Smella á mynd til að heyra umfjöllun

 

Í þættinum ætlum við að heimsækja hin nýju sjö undur veraldar sem voru valin af almenningi. Allt eru þetta gríðarleg mannvirki með magnaða sögu sem við ætlum að kynna okkur. Við flökkum um heiminn og kíkjum á þessa staði og heyrum í leiðinni margt fróðlegt um menninguna og fólkið, gullið og gimsteinana, fílana og fangana sem tengjast þessum stöðum.

Við förum til Kína og skoðum Kínamúrinn, Perú og kíkjum á Inkaborgina Machu Picchu, Indlands og forvitnumst um grafhýsið Taj Mahal, Rio de Janeiro í Brasilíu og fræðumst um Kristsstyttuna, bregðum okkur inn í borgina Petru í Jórdaníu, skoðum Maya borgina Chichen Itzá í Mexíkó og endum í Róm í hringleikahúsi skylmingarþrælanna Colosseo.

Heimildir: Heimasíða New 7 Wonders of the World, Vísindavefurinn, mbl.is, leitaraðstoð Wikipedia ásamt opinberum síðum um umrædda staði.

Fleira áhugavert: