Eflum fagmennsku – Takmörkum tjón

Heimild:  mbl

 

Mars 2014

vatnstjon

Guðmund­ur Páll Ólafs­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, seg­ir ekk­ert hæft í því að fé­lagið hafi staðið í hót­un­um við lagna­versl­an­ir sem leigi al­menn­ingi tæki og tól til fram­kvæmda. Hann seg­ir að sam­starfs­verk­efni hafi aft­ur á móti verið hleypt af stokk­un­um til að draga úr vatns­tjóni og efla fag­mennsku í pípu­lögn­um.

Greint var frá því að maður sem ætlaði að leigja snitt­vél hjá Byko til að laga leka­vanda­mál hefði fengið þau svör að hon­um stæði vél­in ekki til boða. Sú skýr­ing var gef­in að meist­ara­fé­lag pípu­lagn­inga­manna hefði hótað versl­un­inni því að hætta í viðskipt­um við hana ef þeir leigðu al­menn­ingi tækið.

Guðmund­ur seg­ir í sam­tali við mbl.is að þetta sé af og frá. Hann bend­ir hins veg­ar á að ell­efu fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og sam­tök hafi myndað sam­starfs­hóp um varn­ir gegn vatns­tjóni.

Vatns­varn­ar­banda­lagið vill auka þekk­ingu

Í hópn­um er Fé­lag pípu­lag­inga­meist­ara, Fé­lag dúk­lagn­inga- og vegg­fóðrara­meist­ara, Iðan fræðslu­set­ur, Mann­virkja­stofn­un, Múr­ara­meist­ara­fé­lag Reykja­vík­ur, Ný­sköp­un­ar­miðstöð Íslands, Sam­tök um loft­gæði, Sjóvá-Al­menn­ar trygg­ing­ar, TM, VÍS og Vörður trygg­ing­ar.

Guðmund­ur bend­ir á að í fyrra hafi að meðaltali verið til­kynnt um 18 vatns­tjón á dag og að það hafi farið um þrír millj­arðar krón­ar í að bæta tjón­in. Hann seg­ir að hóp­ur­inn, sem kall­ast Vatns­varn­ar­banda­lagið, telji að mjög megi draga úr þessu tjóni með fræðslu til al­menn­ings og auk­inni þekk­ingu og fag­mennsku iðnaðarmanna.

pipariAllra hag­ur að sér­hæft lagna­efni sé ekki til sölu fyr­ir al­menn­ing

„Það geta all­ir verið sam­mála um það að það sé hag­ur allra að sér­hæft lagna­efni sé ekki til sölu fyr­ir al­menn­ing. Það vill eng­inn festa kaup á fast­eign sem gerð hef­ur verið upp af ein­hverj­um sem taldi sig geta þetta sjálf­ur til að græða meira eða spara sér pen­ing,“ seg­ir Guðmund­ur.

Hann bæt­ir við, að það sé að svo mörgu að huga þegar komi að frá­gangi lagna­kerfa, m.a. vali á rétt­um lögn­um og stærðum, sam­setn­ingu tengistykkja, frá­gangi í vot­rým­um, ein­angr­un tengistykkja, ein­angr­un lagna í út­vegg, hljóðvist o.sfrv.

„Þetta hafa all­ar betri lagna­versl­an­ir séð og farið í fullt sam­starf með okk­ur um að vera ekki að selja sér­hæfð lagna­efni til al­menn­ings og lána tæki til að vinna með það. Við erum ekki að finna upp hjólið hér, þetta hef­ur verið svona á Norður­lönd­un­um í mörg ár,“ seg­ir Guðmund­ur enn­frem­ur.

Óviðun­andi frá­gang­ur leiðir til tjóns

Á heimasíðu fræðslu­set­urs­ins Iðunn­ar er haft eft­ir Ólafi Ástgeirs­syni, sviðsstjóra hjá Iðunni, að mik­ill metnaður sé fyr­ir því hjá meist­ara­fé­lög­um iðnaðarmanna að auka fag­mennsku og þekk­ingu í gerð og frá­gangi vot­rýma.

„Við erum meðal ann­ars að svara eft­ir­spurn frá iðnaðarmönn­um sem vilja afla sér sérþekk­ing­ar á þessu sviði. Alltof al­gengt er að tjón verði vegna þess að frá­gang­ur í baðher­bergj­um, eld­hús­um og þvotta­hús­um er unn­inn af fólki sem ekki hef­ur fag­mennt­un og kann ekki nægi­lega vel til verka, frá­gang­ur er ekki sem skyldi og röng efni eru notuð. Þetta get­ur haft gríðarlega óheppi­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir hús­eig­end­ur. Þeir verða fyr­ir tals­verðu eigna­tjóni og jafn­vel heilsutjóni þar sem kjöraðstæður mynd­ast fyr­ir myglu,“ er haft eft­ir Ólafi á heimasíðu Iðunn­ar.

Fleira áhugavert: