Vilja konur raf­bíla frekar en karl­ar?

Heimild:  mbl

 

Júní 2016

rafbilar

Renault ZOE er mest seldi raf­bíll­inn í Evr- ópu það sem af er ári en í Nor­egi er hann bara í fimmta sæti, á eft­ir VW e-Golf, Nis­s­an Leaf, BMW i3 og Tesla Model S

Áfram held­ur raf­bíla­sala að slá öll met í Nor­egi, eng­in þjóð kaup­ir eins mikið af raf­bíl­um og Norðmenn, í hlut­falli við íbúa­fjölda. Raf­bíl­ar höfða hins veg­ar mis­jafn­lega til kynj­anna.

Ný og víðtæk könn­un, sem grein­inga­fyr­ir­tækið In­Fact gerði fyr­ir raf­orku­dreif­ing­ar­fyr­ir­tækið Fjor­d­kraft, leiðir í ljós að hlut­falls­lega fleiri kon­ur en karla lang­ar í nýj­an raf­bíl. Einnig kem­ur fram að kon­ur eru já­kvæðari gagn­vart raf­bíl­um en karl­ar.

Þegar á heild­ina er litið virðast raf­bíl­ar höfða nokkuð sterkt til Norðmanna. Meðan 43% sögðu raf­bíla­kaup af sinni hálfu til­tölu­lega lík­leg, sögðu 14% þau afar lík­leg. Önd­verðrar skoðunar voru hins veg­ar 37% og skoðast já­kvæðir því 63%.

Sömu­leiðis kom í ljós að kon­ur eru já­kvæðast­ar fyr­ir því að brúka raf­bíl til dag­legra nota. Sögðust 63% þeirra myndu gera það en hjá körl­um var hlut­fallið 50%.

Hlut­deild raf- og tvinn­bíla í Evr­ópu er enn sem komið er aðeins rétt rúm­lega eitt pró­sent af heild­inni. Í Nor­egi var skerf­ur þeirra marg­falt meiri, eða 22% í fyrra, 2015. Og það sem af er ári þykir ljóst að raf­bíl­arn­ir eru á frek­ari upp­leið.

Til þessa hef­ur raf­golf VW selst mest frá síðustu ára­mót­um í Nor­egi. Nis­s­an Leaf er enn sem komið er al­geng­asti raf­bíll­inn þar í landi og er í öðru sæti það sem af er ári. Í þriðja sæti er BMW i3. Í fjórða sæti er svo Tesla Model S og í því fimmta Renault ZOE, sem aft­ur á móti er sölu­hæsti raf­bíll­inn í Evr­ópu allri.

Fleira áhugavert: