Fyrsti vetn­is­fólks­bíl­inn á Íslandi Júlí 2007

Heimild:  mbl

 

Júlí 2017

Fyrsta skrefið í inn­leiðingu vetn­is­fólks­bíla á Íslandi var tekið í dag þegar Friðrik Soph­us­son og Guðmund­ur Þórodds­son tóku við vetn­is­bíl frá DaimlerChrysler fyr­ir hönd Lands­virkj­un­ar og Orku­veitu Reykja­vík­ur. Þetta er fyrsti fólks­bíl­inn sem fer í al­menna um­ferð á Íslandi og knú­inn er með vetn­israfala. Hann verður í sam­eig­in­legri notk­un Orku­veit­unn­ar og Lands­virkj­un­ar.

Fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu að Íslensk NýOrka hafi ásamt Vist­Orku, sem orku­fyr­ir­tæk­in eiga stóra hluti í, samið um að út­vega 11 vetn­is­bíla til viðbót­ar, af mis­mun­andi gerð, sem af­hent­ir verða ýms­um aðilum síðar á ár­inu. Verk­efni þetta heit­ir SMART-H2 og mark­miðið er að fjölga vetn­is­bíl­um á Íslandi í a.m.k. 30 fyr­ir 2010.

Bíll­inn sem DaimlerChrysler af­henti í dag er Mercedes Benz af A-class gerð og ryðja orku­fyr­ir­tæk­in í sam­ein­ingu braut­ina í akstri vetn­is­fólks­bíla með rekstri bíls­ins. Fram til 1. ág­úst nk. verða starfs­menn fyr­ir­tækj­anna í þjálf­un í rekstri og viðhaldi vetn­is­bíls­ins, en síðan fer hann í al­menn­an rekst­ur sem þjón­ustu­bíll. Fyr­ir­tæk­in leigja bíl­inn af DaimlerChrysler og munu ann­ast gagna­öfl­un um rekst­ur hans og frammistöðu.

Um er að ræða mik­il­væg­an áfanga að því mark­miði sem rík­is­stjórn Íslands hef­ur sett, að Ísland verði fyrsta sam­fé­lagið til að reiða sig ein­göngu á end­ur­nýj­an­lega orku. Fólks­bíla­verk­efnið kem­ur nú í eðli­legu fram­haldi af vetn­is­stræt­is­vögn­un­um sem reynd­ust vel. Sam­starf orku­fyr­ir­tækja í framþróun í orku­mál­um hef­ur verið mikið og hafa Lands­virkj­un og Orku­veita Reykja­vík­ur bæði markað sér stefnu um að vera fyr­ir­mynd í um­hverf­is­mál­um. Sam­göng­ur eru þar mik­il­væg­ur þátt­ur og með vist­vænni bíla­flota, sem get­ur nýtt inn­lend­ar vist­væn­ar orku­auðlind­ir, er tekið skref í rétta átt.

Nýi vetn­is­bíll­inn er lip­ur smá­bíll frá DaimlerChrysler og verður hann nýtt­ur inn­an þjón­ustu­flota fyr­ir­tækj­anna. Bíll­inn tek­ur vetni á vetnistöðinni á Grjót­hálsi þar sem það er unnið úr vatni með raf­magni. Bíll­inn tek­ur 4 farþega og er bæði efn­arafal­an­um og vetn­inu komið fyr­ir í und­ir­vagn­in­um svo að far­ang­urs­rýmið er af sömu stærð og í bens­ín­bíl­um sömu gerðar. Bíll­inn dreg­ur 160 km á hverj­um tanki. Viðbragðstím­inn úr núlli í hundrað km/klst er 14 sek­únd­ur og hægt er að aka hon­um á allt að 140km/klst. Raf­hreyf­ill­inn er gír­a­laus með 65 kW afl.

Fleira áhugavert: