Nasa – Endurbyggt í upp­runa­legri mynd

mbl

nasa

Smella á myndir til að stækka

„Við telj­um mik­il­vægt að Nasa verði áfram skemmti­leg­asti tón­list­ar­sal­ur lands­ins. Hug­mynd­in er að end­ur­byggja sal­inn í upp­runa­legri mynd og eru arki­tekt­arn­ir að vinna út frá mynd­um sem tekn­ar voru þegar sal­ur­inn var opnaður um miðja síðustu öld,“ seg­ir Davíð Þor­láks­son fram­kvæmda­stjóri Lind­ar­vatns ehf. sem á Lands­s­ímareit­inn og Nasa. Lind­ar­vatn er í helm­ingseigu Icelanda­ir Group og Dals­ness ehf. Fé­lagið hef­ur að höfðu sam­ráði við Minja­stofn­un og Reykja­vík­ur­borg ákveðið að end­ur­byggja Nasa við Aust­ur­völl í upp­runa­legri mynd og eru fram­kvæmd­ir við það að hefjast.

 

nasa aKlára hönn­un­ina sjálf

Fé­lagið mun eiga sal­inn en leigja hann út þegar fram­kvæmd­um er lokið. „Við erum að klára hönn­un­ina þar sem við vilj­um sjálf stjórna því hvernig hann verður hannaður. Þegar hönn­un­inni lýk­ur hug­um við svo að því að fá aðila til að leigja sal­inn af okk­ur,“ seg­ir Davíð og bæt­ir við að þótt sal­ur­inn verði end­ur­byggður í upp­runa­legri mynd verður hann mun nú­tíma­legri þegar kem­ur að hljóðhönn­un.

Davíð seg­ir að fremra húsið, hús gamla kvenna­skól­ans, verði lagað og að þar sé fyr­ir­hugað að koma fyr­ir veit­ingastað. „Þetta eru í raun tvö hús. Fram­hliðin er alfriðað timb­ur­hús. Það verður bara lagað en sal­ur­inn fyr­ir aft­an verður end­ur­byggður með áður­nefnd­um hætti.“

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: