Sírópsmengun í árvatni sem notað er til drykkjar

ruv

el salvador

Smella á mynd til að stækka

Yfirvöld í El Salvador hafa sent frá sér viðvörun og gripið til aðgerða vegna feikimikils melassa- eða hrásírópsleka í La Magdalena-ána, skammt vestur af höfuðborginni San Salvador. Um 3,4 milljónir lítra af heitu, seigfljótandi hrásírópi láku úr tönkum sykurreyrvinnslu sem við ána, nærri bænum Chalchuapa. Heilbrigðiseftirlit og almannavarnir hafa áhyggjur af áhrifum þessarar gríðarlegu sykurmengunar á lífríki árinnar og heilsu fólks sem býr meðfram ánni.
siropUm 450 fjölskyldur reiða sig á árvatnið til drykkjar, við eldamennsku, þvotta og búskap. Umhverfisráðuneyti El Salvador upplýsir að lekinn hafi orðið á fimmtudag. Unnið er að því að hreinsa gumsið úr ánni og af bökkum hennar, hvar sem til þess næst.
Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: