ÞG Verk kaup­ir hluta í Hafn­ar­torgi

mbl

hafnartorg

ÞG Verk hef­ur gengið frá kaup­um á hluta Reykja­vík develop­ment (áður Land­stólpi þró­un­ar­fé­lag ehf.) í þró­un­ar­verk­efni þeirra að Hafn­ar­torgi í miðborg Reykja­vík­ur. Kaup­verðið er trúnaðar­mál.

„Með þess­um kaup­um fær­ist verk­efnið úr þró­un­ar­fé­lagi yfir til fram­kvæmd­araðila sem hef­ur burði til að keyra verk­efni af slíkri stærðargráðu áfram og stand­ast tíma­áætl­un. Hafn­ar­torg er afar krefj­andi verk­efni sem vinna þarf við þröng­ar aðstæður. ÞG Verk mun kapp­kosta að vinna verk­efnið í sátt við um­hverfið þannig að sem minnst rask og ónæði verði af verk­inu. Áætlan­ir gera ráð fyr­ir að Hafn­ar­torgið verði til­búið 2018 -2019 en ÞG Verk legg­ur áherslu á að klára verkið 2018,” seg­ir Davíð M. Sig­urðsson, markaðsstjóri ÞG Verk, í til­kynn­ingu.

Þá seg­ir, að hönn­un á verk­efn­inu sé mjög metnaðarfull og taki mið að nær­liggj­andi um­hverfi til að styðja við heild­ar­mynd svæðis­ins.

Hafna­torg er sam­bland af versl­un­ar­hús­næði,  skrif­stofu­hús­næði og glæsi­leg­um íbúðum á efri hæðum fimm húsa af þeim sjö sem byggð verða. Heild­ar­flat­ar­mál fer­metra ofan jarðar eru 23.350 en við það bæt­ist bíla­stæðahús sem teng­ir sig alla leið und­ir nú­ver­andi bíla­stæðahús Hörp­unn­ar. Reg­inn hef­ur þegar fest kaup á öll­um 8.000 m² sem munu hýsa versl­an­ir af ýms­um toga. ÞG Verk mun nýta næstu vik­ur til að koma sér inn í verk­efnið en eng­ar ákv­arðanir hafa verið tekn­ar varðandi breyt­ing­ar frá nú­ver­andi skipu­lagi.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: