Landsnet með 1,2 millj­arða samning – Tenging Bakka við Þeistareykja­virkj­un

mbl

Landsnet

Landsnet gekk í dag frá samn­ingi vegna teng­ing­ar iðnaðarsvæðis­ins á Bakka við Húsa­vík við Þeistareykja­virkj­un og raf­orku­flutn­ings­kerfið en verðmæti samn­ings­ins er 1,2 millj­arðar króna. Reiknað er með að jarðvinna vegna fram­kvæmd­anna hefj­ist í júní á þessu ári en báðum verk­hlut­um skal vera að fullu lokið 15. sept­em­ber 2017.

„Þetta er ánægju­leg­ur áfangi í þeim ný­fram­kvæmd­um sem við erum af fara af stað með á Norðaust­ur­landi til að tengja Bakka við Þeistareykja­virkj­un og virkj­un­ina við meg­in­flutn­ings­kerfið okk­ar í Kröflu. Samn­ing­ar um bygg­ingu nýs tengi­virk­is í Kröflu verður einnig til­bú­inn fljót­lega. Það er mik­il­vægt að þetta gangi allt vel þar sem gert er ráð fyr­ir að af­hend­ing raf­orku á Bakka geti haf­ist eigi síðar en 1. nóv­em­ber 2017,“ er haft eft­ir Guðmundi Inga Ásmunds­syni, for­stjóra Landsnets, í frétta­til­kynn­ingu.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: