Vind­myll­ur í sumarbú­staðinn

mbl

vinmyllur bustad

 Vind­mylla í sum­ar­bú­staðinn er ef­laust eitt­hvað sem til þessa hef­ur þótt fram­andi hug­mynd til orku­öfl­un­ar hér á landi. Sæþór Ásgeirs­son, frum­kvöðull, hyggst þó breyta því og hef­ur hannað vind­myll­ur sem henta minni ein­ing­um á borð við sum­ar­bú­staði, bónda­bæi og heim­ili.

„Þetta byrjaði sem verk­efni í vél­ar­verk­fræði í Há­skóla Íslands. Við átt­um að hanna og smíða vind­hraðamæli. Ég ákvað síðar að at­huga hvort vind­hraðamæl­ir­inn gæti fram­leitt raf­magn og þetta er ávöxt­ur­inn af því,” seg­ir Sæþór.

Hann hóf hönn­un­ina árið 2008 og síðan hef­ur hug­mynd­in verið í þróun. Hann stofnaði svo fyr­ir­tækið Icewind árið 2012. „Þetta hef­ur verið gert með skóla og ann­arri vinnu svo á síðasta ári fór allt á fullt. Sér­stak­lega eft­ir að við feng­um góðan styrk frá Íslands­banka. Svo feng­um við góðan styrk frá Rannís sem gerði það að verk­um að við gát­um ein­beitt okk­ur al­veg að þessu,” seg­ir Sæþór.

 

Frá hálfri millj­ón upp í 750 þúsund kr. 

Hann seg­ir að til standi að vera með þrjár teg­und­ir vind­mylla sem geti fram­leitt 600, 1000 og 1500 wött. „Það er svo mis­jafnt hvort fólk er að hugsa þetta fyr­ir ljós eða hit­un,” seg­ir Sæþór en sam­hliða vind­myll­unni er hægt að koma upp varma­dælu til upp­hit­un­ar.

Sæþór Ásgeirsson stendur við vindmyllu.Vind­mylla hef­ur verið í próf­un í Húsa­felli í fjög­ur ár.

„Það eru marg­ir að velta fyr­ir sér sparnaði og hvort að hægt sé að setja upp svona vind­myllu og varma­dælu með sem get­ur hitað upp húsið, a.m.k. að hluta til,” seg­ir Sæþór.

Hann seg­ir að stefn­an sé að geta boðið minnstu vind­myll­una á um hálfa millj­ón kr, miðstærðina á um 650 þúsund og þá stærstu á um 750 þúsund kr. All­ar kostnaðartöl­ur eru þó gefn­ar upp með fyr­ir­vara þar sem vind­myll­urn­ar eru enn í þróun. Upp­setn­ing­ar­kostnaður er hins veg­ar óljós enda sé fyr­ir­tækið ekki byrjað að selja vör­una.  Hann seg­ir að viðhaldskostnaður sé nán­ast ekki neinn en þumalputta­regl­an við orku­kerfi sé um 1% á ári. „En hann á ekki að vera neinn í þessu til­viki,” seg­ir Sæþór.

 

Kaup­end­ur bíða þol­in­móðir 

Vind­myll­urn­ar eru hljóðlaus­ar, þurfa ekki að snúa sér uppí vind­inn. Þær eru hannaðar fyr­ir staðvinda svæði með fram­leiðslu í mjög lág­um vindi 2-3m/s

Hann seg­ir að 600 watta vind­mylla geti verið nóg fyr­ir um 60-70 fer­metra bú­stað. „Með varma­dælu ætt­irðu að geta haldið hús­inu heitu og fínu,“ seg­ir Sæþór.

Sæþór seg­ir að um 10-15 manna hóp­ur sé ákveðinn í að fjár­festa í vind­myll­unni og sé í raun ein­göngu að bíða eft­ir því að þró­un­in klárist. „Ég væri mjög ánægður ef við mynd­um ná að byrja næsta sum­ar. Það er mark­miðið. Þetta hef­ur verið mjög þol­in­mótt fólk,” seg­ir Sæþór kím­inn.

 

Kostnaður ætti að borga sig fljótt upp

Ein 600 watta vind­mylla hef­ur verið í próf­un í fjög­ur ár í sum­ar­bú­stað í Húsa­felli. Þar hef­ur allt gengið vel. „Sá bú­staður er 55 fer­metr­ar. Hann hef­ur verið að fara með 220-240 þúsund krón­ur á ári í raf­magns­kostnað. Það er í raun bara við það að halda hon­um 10 gráðu heit­um. Ef þú ert að horfa upp á sam­bæri­leg­an bú­stað auk varma­dælu og raf­geyma­sett, þá ertu að horfa upp á kostnað um svona 800 þúsund krón­ur, en ert á móti að núlla raf­magns­kostnað. Tækni­lega séð ætti slíkt að vera til­tölu­lega fljótt að borga sig upp,“ seg­ir Sæþór.

Hann seg­ir að meðal­vind­ur­inn þurfi að ná 4 metr­um á sek­úndu að meðaltali á ári svo hægt sé að nota slík­ar vind­myll­ur.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: