Ellefta Wolrd Class stöðin í Smáraturninn – Baðhúsið tapaði áralöngum rekstrinum í Smáraturninum

visir  dv

world class smaralind

Smella á myndir til að stækka

World Class 

World Class hyggst opna líkamsræktarstöð og heilsulind í Norðurturninum við Smáralind. Þettta verður ellefta stöðin með með stöðvunum í Breiðholts- og Selfosslaug.

Fyrirtækið hefur undirritað átta ára leigusamning við Reginn um útleigu á tvö þúsund fermetra húsnæði á annarri hæð hússins.

bjorn world classWorld Class rekur fyrir tíu líkamsræktarstöðvar. Íslandsbanki tilkynnti um helgina að höfuðstöðvar bankans yrðu fluttar í Norðurturninn við Smáralind. Því er Norðurturninn orðinn fullnýttur að því er kemur fram í tilkynningu frá Regin.

„Það er mat stjórnenda Regins hf. og  Eignarhaldsfélagsins Smáralindar ehf. að þessi tíðindi séu mjög jákvæð fyrir verslun og þjónustu í Smáralind og nágrenni og styrki samkeppnisstöðu svæðisins,“ segir í tilkynningunni.

 

Febrúar 2014 ..Risagjaldþrot félags Björns í World Class

 

BaðhúsiðNorðurtuninn Smáralind

Desember 2014

Helgi Gunnarsson, forstjóri hjá Regin, segir fjárhagsleg áhrif vegna lokunnar Baðhússins hverfandi. Tilkynningar þess efnis er að vænta frá fyrirtækinu. „Reginn stóð við alla sína samninga, en Linda ekki.“

badhusid smaraturniLinda Pétursdóttir athafnakona sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem hún tilkynnti um að henni væri nauðugur sá kostur einn að loka Baðhúsi sínu. Það væri henni þung raun enda hefur hún lagt líf og sál í heilsuræktarstöð sína árum saman. En, henni hafi verið nauðugur sá kostur einn, þetta sé sorgarsaga og Reginn fasteignasala hafi ekki staðið við gefin loforð: „Hér var allt hálfklárað og konur sem komu í jógatíma, í lúxus dekurmeðferðir eða einfaldlega til afslöppunar, þurftu að vera hér undir dynjandi hamarshöggum, hávaða í höggborvélum og vinnuvélum, nokkuð sem fær ekki nokkurn mann til að slaka á. Um þverbak keyrði svo þegar vinna hófst við byggingu turnsins við Smáralind sem þýddi gríðarlegar truflanir vegna byggingarframkvæmda og konur hafa hrökklast héðan nánast daglega auk þess sem varla hefur verið hægt fyrir starfsfólk að sinna sínu hlutverki vegna hávaða og áreitis. Við þessar aðstæður er ekki hægt að reka Baðhúsið,“ sagði Linda í tilkynningu í gær.

Helgi segist ekki vilja tjá sig mikið um þessar yfirlýsingar Lindu, ekki þannig, þetta sé einfaldlega nokkuð sem gerist þegar fyrirtæki ganga ekki upp. „Við höfum unnið mikið með Baðhúsinu að þessu verkefni. Við reyndum en þetta gekk ekki upp. Þetta er hennar skoðun í því. Það þarf alltaf tvo til í öllu. Alla veganna það. Við höfum staðið við okkar skuldbindingar algjörlega. Það er bara eins og það er, en henni er frjálst að tjá sig eins og hún vill. En, þetta er allt í samningum, þetta eru fyrirtæki sem eru að eiga viðskipti sín á milli. Þar eru samningar og þannig vinnur fólk, á grundvelli samninga. Við stóðum við okkar samninga en hún ekki við sína. Sú er staðan og það er ekki hægt að hafa neitt meiri dramatík í kringum það. Fólk er mismunandi og sem betur fer eru ekki allir eins.“

 

 

Heimild: Vísir+DV

Fleira áhugavert: