Rannsóknarboranir í Eldvörpum

visir

Eldvörp á Reykjarnesi

Eldvörp á Reykjanesi er alls tæplega tíu kílómetra löng gígaröð frá 13. öld. – VÍSIR/GVA

HS Orka hefur fengið leyfi bæjarstjórnar Grindavíkur til að hefja rannsóknarboranir í Eldvörpum.

Að því er segir í fundargerð bæjarstjórnar er tilgangur rannsóknarborananna meðal annars að auka við þekkingu á umfangi, eðli og innri gerð jarðhitasvæðisins, meta tengsl við næstliggjandi jarðhitakerfi í Svartsengi og skera úr um hæfi svæðisins til virkjunar.

„Rannsóknarholurnar í Eldvörpum verða þeirrar gerðar að þær geti nýst síðar sem vinnsluholur ef til virkjunar kemur. Mannvirkjagerð felst í uppbyggingu borplana, lagningu tengivega frá vegslóðum að borplönum og styrkingu tiltekinna vegslóða sem liggja um svæðið,“ segir nánar um málið.

 

Heimild: Vísir

 

 

 

 

 

Fleira áhugavert: