Hækkar sjávarhæð um 1m fyrir árið 2100 ?

mbl

hafid haekkar

Smella á mynd til að stækka

Bráðnandi ís á Suður­skautsland­inu gæti hækkað  yf­ir­borð sjáv­ar um allt að metra fyr­ir árið 2100 verði ekki dregið úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda út í and­rúms­loftið. Er þetta tvö­falt meiri hækk­un sjáv­ar­máls en fyrri spár hafa gert ráð fyr­ir, að því er kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar sem birt­ar voru í dag.

„Ég vona svo sann­ar­lega að við höf­um rangt fyr­ir okk­ur,“ sagði Robert DeConto, aðal­höf­und­ur skýrslu um rann­sókn­ina og lofts­lags­vís­indamaður hjá Massachusetts­háskóla í Banda­ríkj­un­um.

Slík hækk­un sjáv­ar­máls myndi leiða til þess að stór­borg­ir á strandsvæðum um all­an heim færu und­ir vatn og hundruð millj­óna manna þyrftu að flytja sig ofar í landið.

Í skýrsl­unni seg­ir, að af­leiðing­arn­ar yrðu enn verri þegar til lengri tíma sé litið og reikna megi með að yf­ir­borð  sjáv­ar muni hækka um allt að  15 metra á næstu 500 árum verði ekk­ert að  gert og los­un gróður­húsaloft­teg­unda haldi áfram að aukast.

Aðrir sér­fræðing­ar, sem AFP ræddi við, segja hins veg­ar að rann­sókn­in sé lík­lega mark­tæk en grein um rann­sókn­ina birt­ist í tíma­rit­inu Nature í dag.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: