Græn orka aldrei vaxið meira

mbl

gran orka

Fram­leiðslu­geta heims­byggðar­inn­ar á end­ur­nýj­an­legri orku jókst um 8,3% á síðasta ári sam­kvæmt skýrslu Alþjóðlegu end­ur­nýj­an­legu orku­stofn­un­ar­inn­ar. Nú er hægt að fram­leiða 1.985 gíga­vött af orku með um­hverf­i­s­væn­um hætti.

Vind- og sól­ar­orka er helsta ástæða þess að fram­leiðslu­get­an jókst um 152 gíga­vött á síðasta ári sam­kvæmt stofn­un­inni en kostnaður við beisl­un þeirra hef­ur farið fallandi. Vöxt­ur­inn er ekki síst merki­leg­ur fyr­ir þær sak­ir að verð á olíu og gasi hef­ur verið lágt und­an­far­in miss­eri.

Adn­an Amin, for­stöðumaður stofn­un­ar­inn­ar seg­ir að vöxt­ur­inn og met­fjár­fest­ing­ar upp á 286 millj­arða doll­ara í end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um í fyrra sendi sterk skila­boð til fjár­festa og stjórn­mála­manna um að þeir séu ákjós­an­leg­asti val­kost­ur­inn fyr­ir orku­fram­leiðslu heims­byggðar­inn­ar.

Vöxt­ur­inn hef­ur verið hraðast­ur í þró­un­ar­lönd­um, fyrst og fremst í Mið-Am­er­íku og í Karíbahafi. Þar nam aukn­ing­in 14,5%. Í Asíu jókst orku­fram­leiðslu­get­an um 12,4%. Í Norður-Am­er­íku og Evr­ópu var vöxt­ur­inn aðeins 6,3% og 5,2% í hvorri álfu fyr­ir sig.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: