Drekasvæðið, sagan – Samanburður, ofurbjartsýni

Grein/Linkur: Silfrið I: Drekasvæðið

Höfundur: Ketill Sigurjónsson

Heimild: Orkubloggið

.

.

Apri .2009 

Silfrið I: Drekasvæðið

Hér eru glærur frá Silfrinu. Í því spjalli var annars vegar fjallað um Drekasvæðið og hins vegar Landsvirkjun. Fyrst koma hér Drekaglærurnar:

Sú fyrsta sýnir einfaldlega hvar Drekasvæðið er, á mörkum efnahagslögsögu Íslands og lögsögu Norðmanna kringum Jan Mayen.

Drekasvæðið allt er nálægt 40 þúsund ferkílómetrar og þar ef er um 75% svæðisins innan íslensku lögsögunnar (rauða svæðið). Stór hluti svæðisins fellur innan marka landgrunnssamnings Íslands og Noregs og skv. honum eiga ríkin gagnkvæma hagsmuni innan lögsögu hvors annars.

Silfrid_Ketill_2

Smella á myndir til að stækka

Næsta mynd sýnir í hnotskurn upphafið í olíuvinnslu á norska landgrunninu – og hvar fyrsta olían fannst (á Ekofisk-svæðinu). Fyrsta olían kom þar upp úr djúpinu árið 1971.

Fram til þessa dags hafa alls um 30 milljarðar tunna af olíu skilað sér upp á landgrunni Noregs. Þar af er rúmlega 2/3 olía og tæplega 1/3 gas, þar sem magn þess er umreiknað í olíutunnur.

Forstjóri Sagex Petroleum hefur sagt að hugsanlega muni finnast allt að 20 milljarðar tunna af olíu á Drekasvæðinu, þar af séu 10 milljarðar tunna Íslandsmegin. Slíkt myndi samstundis gera Ísland að einni mestu olíuútflutningsþjóð í heimi – ekki síst miðað við höfðatölu.

Orkubloggið veit ekki hvort kalla ber spár Sagex bjartsýni eða ofurbjartsýni… eða hreina fantasíu. En stundum rætast vissulega draumar. Og stundum vinnur fólk í lottóinu. Vinningslíkurnar eru samt afar litlar – og það ættu menn að hafa í huga vegna Drekans.

Einnig vill bloggið minna á að leitin og vinnslan á Drekasvæðinu verður dýr – væntanlega talsvert dýrari en almennt gerist í olíuvinnslu á norska landgrunninu. Bæði vegna dýpisins og svo verður olíuleitin eflaust mjög vandasöm vegna basaltsins á svæðinu. Silfrid_Ketill_3Það hefur reynst erfitt að finna lindirnar við slíkar aðstæður og eykur hættu á að hlutfall þurra brunna verði hærra en almennt þykir gott. Einnig má hafa í huga, að núverandi olíuverð er líklega talsvert of lágt til að vinnsla á Drekasvæðinu borgi sig. Svæðið verður ekki almennilega spennandi fyrr en olíutunnan fer aftur upp í 70 dollara. En engar áhyggjur;  það mun gerast. Fyrr eða síðar!

Enn skal minnt á heildarolíuframleiðslu Norðmanna síðustu 38 árin; 30 milljarða tunna. Og spána um að 10 milljarðar tunna af olíu finnist Íslandsmegin á Drekasvæðinu; litla rauða svæðinu á kortinu.

Tupi_Oil_Map

Tupi_Oil_Map

Orkubloggið vill líka vekja athygli á hinum þremur gríðarstóru olíusvæðum Norðmanna; Norðursjó, Noregshafi og Barentshafi. Eins og sjá má eru þau norsku hafsvæði margfælt stærri en Drekasvæðið. Helstu rökin fyrir því að hugsanlega finnist olía á Drekanum, er einmitt að svæðið (Jan Mayen hryggurinn) er jarðfræðilega náskyldur norska landgrunninu. Einfaldur stærðarsamanburður er ekki mjög vísindalegur, en gefur þó til kynna hversu gríðarleg tíðindi það væru, ef 10 milljarðar tunna af olíu myndu finnast Íslandsmegin á Drekasvæðinu. Jafnvel sviðsmynd Orkustofnunar um að þarna finnist allt að 2 milljarðar tunna, er mikið. Mjög mikið.

Til samanburðar þá kunna Brassar sér vært læti af tómri kæti þessa dagana, vegna Tupi-olíulindanna. Sem eru sagðar geyma allt að 5-8 milljarða tunna af olíu. Slíkar fréttir þykja stórtíðindi í olíubransanum. Nú er bara að bíða og sjá hvort Ísland verði næsta bomban í bransanum.

Staðreyndin er auðvitað sú að þessar bjartsýnu spár um Drekann eru barrrasta sölumennska. Það er verið að reyna að fanga athygli olíufélaga, svo þau slái til og loks verði byrjað af alvöru að leita að olíu á  íslenska landgrunninu. Íslendingum að kostnaðarlausu.

Oil_Platform_joy

Oil_Platform_joy

Þetta er kannski brilljant aðferðarfræði – en afar undarlegt að sumir íslenskir fjölmiðlar skuli nánast gleypa þessar ofurspár gagnrýnislaust.

By the way; þetta var frumraun Orkubloggarans í beinni sjónvarpsútsendingu. Alltaf gaman að prófa nýja hluti. Og kannski getum við bráðum öll fagnað því að verða olíuþjóð. Aldrei að vita.

Fleira áhugavert: