Verkefni sem hljóta styrk ferðamála – framkvæmdir fyrir 647 M.kr.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur staðfest tillögu stjórnar Framvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun vorið 2016. Alls er 647 milljónum króna úthlutað til 66 verkefna hringinn í kringum landið.
Í viðhengi neðst í fréttinni má sjá lista yfir þau verkefni sem fengu styrki í ár. Hér má sjá styrkveitingarnar á gagnvirku Íslandskorti.
Hæstu einstöku styrkirnir eru fjórir: Verkefni við Dynjanda, Geysi, Skaftafell og Dettifoss hlutu hvert um sig þrjátíu milljónir.
51 milljón er úthlutað sérstaklega af ráðherra til brýnna verkefna vegna öryggis á ferðamannastöðum að tillögu Stjórnstöðvar ferðamála. Styrkir til einstakra verkefna nema þannig alls tæplega 596 milljónum.
Heimild: Vísir