Stykkishólmur – Einstakt vottað hitaveituvatn

Heimild: stykkisholmur

 

stykkisholmur a

Smella á myndir til að stækka

Heilsuefling Stykkishólms ehf. er með vottun á heita vatninu í Stykkishólmi. Sú vottun kemur frá þýskri stofnun, Institut Fresenius, sem sérhæfir sig í vatns og umhverfisvottun. Segja þeir vatnið sérstaklega gott og þá einna helst við stoðkerfasjúkdómum en mæla einnig með því til drykkjar líkt og tíðkast víða í Evrópu. En þar drekka menn salt-og steinefnaríkt vatn sér til heilsubótar og yngingar!
Vatnið í Stykkishólmi hefur einnig reynst mjög gott á psoriasis sár og exem og hefur veitt mörgum ágætis bata sem þjást af þeim sjúkdómum. Hafa menn komið víða að til að baða sig í vatninu og sumir jafnvel fengið flösku af vatni til að taka með sér heim.

Vatnið í Stykkishólmi er á margan hátt sérstakt, það er basískt (pH 8,45) og inniheldur allmikið af uppleystum efnum sem eru einkum natríumklóríð og kalsíumsölt. Vatnið er jafnframt líkt að efnainnihaldi því vatni sem frá forsögulegum tímum hefur verið notað til baða í baðstaðnum Baden Baden í Þýskalandi.

 

stykkisholmur bFrábært kalt vatn!
Kalda vatnið, sem einnig var sóst eftir vottun á, fékk frábæra einkunn og er mælt með því til útflutnings, þá sérstaklega til að blanda mjólk handa ungabörnum.
Vatnið fékk hins vegar ekki vottun vegna þess að það kemur úr lind en ekki úr holu. En ákveðnir staðlar eru settir fyrir því að vatn fái vottun og er einn sá að vatnið komi úr borholu.

 

Hólmarar hafa því fengið staðfestan grun sinn um að í krönum þeirra renni einstakt vatn sem og að vatnið í heitum pottunum við sundlaugina hafi lækningamátt.

Slóðin að heimasíðu Institut fresenius:  http://www.institut-fresenius.de/

Fleira áhugavert: