Japanir eru áhuga­sam­ir um jarðhita­verk­efni

mbl

hanna birna

Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir

Sendi­nefnd ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, sem nú er stödd í Jap­an, fundaði í dag með for­seta jap­anska þings­ins, auk þess að hitta efna­hags­ráðherra og aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra lands­ins. Að sögn Hönnu Birnu Kristjáns­dótt­ir, for­manns ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, hafa fund­irn­ir verið bæði góðir og ár­ang­urs­rík­ir. „Við höf­um síðan einnig átt fundi með þing­mönn­um, há­skól­um og fyr­ir­tækj­um og aðal umræðuefnið af okk­ar hálfu hef­ur verið vilji Íslands til þess að auka sam­skipti við Jap­an.“

Samþykkt var á alþingi í síðustu viku þings­álykt­un­ar­til­laga um vilja ís­lenskra stjórn­valda og þings­ins þess efn­is að komið verði á fríversl­un­ar­samn­ingi á milli þjóðanna.  Hanna Birna seg­ir sendi­nefnd­ina leggja áherslu á áhuga Íslend­inga á fríversl­un­ar­samn­ingi á fund­um sín­um „og einnig vilja ís­lenskra stjórn­valda til að koma á tví­skött­un­ar­samn­ing­um við Jap­an. Allt eru þetta stór­ir hags­mun­ir fyr­ir ís­lenskt viðskipta­líf.“ Hún seg­ir sendi­nefnd­ina líka skynja mik­inn  mik­inn áhuga og þekk­ingu á Íslandi, sem komi ekki endi­lega á  óvart í ljósi fyrri ráðherra­sam­skipta ríkj­anna, en sé engu að síður ánægju­leg. „Við skynj­um ekk­ert annað en mik­inn vilja hér til að efla þessi sam­skipti enn frek­ar.“

japan

Smella á mynd til að stækka

Sögu­leg heim­sókn

Heim­sókn sendi­nefnd­ar­inn­ar er í boði vináttu­hóps Íslands í jap­anska þing­inu og er til­efni ferðar­inn­ar 60 ára af­mæli stjórn­mála­sam­skipta ríkj­anna. „Þetta er sögu­leg ferð að því leiti að þetta er í fyrsta skipti sem jap­anska þingið býður þing­mönn­um frá Íslandi til sín og það lýs­ir auðvitað þeirra áhuga,“  seg­ir Hanna Birna.

Jap­an­ir séu líka vel und­ir­bún­ir og hafi kynnt sér  Ísland  vel,  m.a. um. „Mér finnst all­ir þess­ir fund­ir hafa verið efn­is­mikl­ir og góð umræða um þessi mál,“ seg­ir hún og nefn­ir fríversl­un­ar­samn­ing, tví­skött­un­ar­mál, loft­ferðarsamn­inga sem dæmi um fund­ar­efni. „Og svo kem­ur auðvitað alltaf upp áhugi Jap­ana á jarðhita­verk­efn­um á Íslandi.“

Nefnd­in hafi þannig til að mynda hitt full­trúa JBIG banka, sem er op­in­ber þró­un­ar­banki sem veitti Lands­virkj­un lán í des­em­ber sl. „Það var fyrsta lán sem Jap­an veitti  Íslandi eft­ir hrun og þeir höfðu áhuga á að fá upp­lýs­ing­ar um stöðuna á Íslandi, m.a. um efna­hags­mál­in.  En ann­ars erum við þó mest að hitta op­in­bera aðila og mun­um til að mynda funda með ut­an­rík­is­mála­nefnd Jap­an á morg­un.“

 

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: