Vindmyllum mótmælt í Svíþjóð

ruv

vindmyllur1

Andstaða við vindmyllur eykst í Svíþjóð. Nú hafa íbúar í Ölme norðan við bæinn Kristinehamn kært leyfi sem yfirvöld hafa gefið til að reisa sextán, 150 metra háar, vindmyllur á svæðinu. Íbúarnir segja að vindmyllurnar eyðileggi náttúrufegurð svæðisins sem verði eins og blikkandi tívolí.

Fólk sem berst gegn vindmyllum í Svíþjóð segist nú binda vonir við lækkandi orkuverð sem hefur gert vindmyllurnar óhagkvæmar til raforkuframleiðslu. Þeir sem reka vindorkuver eiga nú á hættu að tapa fé sínu.

Ríkisraforkufélagið Vattenfall þurfi þannig að afskrifa einn milljarð sænskra króna vegna taps á framleiðslu rafmagns með vindmyllum.

 

Heimild: RÚV

Fleira áhugavert: