Ísrael takmarkar mjög aðgang palestínu að vatni

amnesti international

9.nóvember 2009

israel kort 1

Ísrael

Amnesty International ásakar Ísraela um að neita Palestínumönnum um rétt þeirra til viðunandi vatns með því að halda algjörum yfirráðum yfir vatnsbirgðum sem ætlaðar eru bæði Ísraelum og Palestínumönnum og sýna mismunun í útdeilingu vatns.

Þannig takmarka Ísraelar að óþörfu aðgengi fólks á herteknu svæðunum að vatni og koma í veg fyrir að Palestínumenn geti þróað skilvirka vatnsveitu á svæðum sínum.

Ísrael veitir Palestínumönnum aðeins aðgang að broti þeirra vatnslinda sem Ísraelar og Palestínumenn hafa sameiginlegar, en þær eru að mestu á hinum hertekna Vesturbakka, meðan ólöglegar landnemabyggðir Ísraela á sama svæði fá nær ótakmarkað vatn. Á Gasa er ástandið jafnvel enn verra, en þar hafa umfangsmikil höft Ísraela gert erfiða stöðu enn verri.

palenstina

palenstina

Í nýrri og ítarlegri skýrslu Amnesty International er lýst hvernig mismunun ísraelskra stjórnvalda á aðgengi að vatni gerir að verkum að Palestínumenn njóta ekki réttar síns til aðgangs að vatni.

Ísrael notar meira en 80 prósent af vatninu úr helstu neðanjarðaruppsprettu vatns í Ísrael og herteknu svæðunum, en Palestínumenn fá einungis um 20 prósent vatnsins.

Neðanjarðaruppsprettan er eina vatnsæð Palestínumanna á Vesturbakkanum, en ein nokkurra fyrir Ísraela, sem nýta auk þess fyrir sjálfa sig allt fáanlegt vatn úr ánni Jórdan.

Dagleg vatnsnotkun Palestínumanna nær rétt um 70 lítrum á dag á mann, en vatnsnotkun Ísraela er yfir 300 lítrar á dag, eða fjórfalt meiri.

 

Sums staðar í dreifbýli búa Palestínumenn við að fá einungis um 20 lítra af vatni á dag, sem er lágmarks ráðlögð vatnsnotkun til heimila þegar neyðarástand skapast.

Um 180.000-200.000 Palestínumenn í dreifbýli búa við mjög skertan aðgang að vatni og Ísraelsher meinar þeim oft jafnvel að safna rigningarvatni.

Ísraelskir landnemar, sem búa á Vesturbakkanum í trássi við alþjóðalög, geta hins vegar stundað búskap sem krefst mikillar vatnsnotkunar, hafa gróðursæla garða og sundlaugar.

Landnemarnir eru um 450.000 talsins, en nota jafn mikið eða meira vatn en allir Palestínumenn á svæðinu, sem eru um 2.3 milljónir.

gasa

Gasa

Á Gasa eru um 90 til 95 prósent vatnsins úr einu vatnsuppsprettu svæðisins mengað og óhæft til neyslu. En Ísrael leyfir samt ekki flutning á vatni frá Vesturbakkanum til Gasa.

Miklar hömlur Ísraela á undanförnum árum á innflutningi hráefnis og tækja til Gasa sem nauðsynleg eru til að þróa og gera við innviði svæðisins hafa leitt til þess að vatnsgæði hafa minnkað enn frekar og frárennslismálum á svæðinu hrakað, svo að nú ríkir neyðarástand.

Margir Palestínumenn þurfa að kaupa vatn annars staðar frá vegna þráláts vatnsskorts. Vatnið er oft lélegt, það kemur úr tankbílum og kostar mun meira en annað vatn.

Aðrir grípa til þess ráðs að spara vatn, sem bitnar á heilsu þeirra og fjölskyldna þeirra og hindrar þróun á svæðinu.

Ísrael hefur tekið til sín stór svæði Palestínumanna, sem auðug eru af vatni og meinað Palestínumönnum aðgang að þeim.

Ísraelsk stjórnvöld hafa einnig komið á flóknu kerfi sem stýrir aðgangi Palestínumanna að vatni. Herinn og aðrar stofnanir sjá um úthlutun á leyfum þegar Palestínumenn vilja koma á verkefnum sem krefjast vatns. Umsóknum um slík leyfi er oft hafnað eða sæta miklum töfum.

 

Hömlur Ísraela á ferðum fólks og vöruflutningi á herteknu svæðunum auka enn á vandræði Palestínumanna sem leitast við að ráðast í vatns- eða frárennslisverkefni, eða bara flytja smáræði af vatni.

Vatnsbílar þurfa að fara krókaleiðir til að komast framhjá eftirlitsstöðvum Ísraelshers, sem gerir að verkum að vatn verður miklu dýrara fyrir vikið.

Í dreifbýli eiga Palestínumenn í sífelldum erfiðleikum með að finna nóg vatn til að uppfylla lágmarksþarfir, vegna þess að Ísraelsher eyðileggur oft vatnsgeyma er safna rigningarvatni og leggur hald á tankbíla með vatni.

Palestínsk stúlka safnar vatni á GasaÁ sama tíma úðar áveitukerfi vatni á akra í miðdegissólinni á nærliggjandi landnemabyggðum Ísraela, þar sem miklu vatni er sóað vegna þess að það gufar upp áður en það nær til jarðar.

Í sumum þorpum Palestínumanna er vatnsskorturinn svo mikill að bændur geta ekki ræktað land sitt, eða jafnvel ræktað smáskika til eigin nota, og hafa því neyðst til að skera verulega niður í bústofni sínum.

 

Ísraelar verða að láta af stefnu sinni nú þegar, sem mismunar gegn Palestínumönnum, binda tafarlaust enda á hömlur á aðgangi Palestínumanna að vatni og taka ábyrgð á þeim vandamálum sem þeir hafa skapað með því að leyfa Palestínumönnum að fá réttlátan hlut í sameiginlegum vatnslindum.

 

Heimild: AI

Fleira áhugavert: