2015 Metár í heitavatnsnotkun eða tæp­lega 83 millj­ón­ir rúm­metra

mbl

kuldi landinu

Met var sett í vatns­notk­un á höfuðborg­ar­svæðinu á síðasta ári.Heild­ar­notk­un­in var tæp­lega 83 millj­ón­ir rúm­metra. Það er um 10% meira en 2014 og 4% meira en en á síðasta metári, 2013, seg­ir í frétt frá Veit­um.

Aukn­ing­in milli ár­anna 2014 og 2015 er sú mesta sem sést hef­ur frá alda­mót­um, að minnsta kosti. Sí­vax­andi hluti vatns­ins kem­ur frá virkj­un­um Orku nátt­úr­unn­ar á Hengils­svæðinu; Hell­is­heiðar­virkj­un og Nesja­valla­virkj­un.

kuldi stelpa„Heita­vatns­notk­un­in helst mjög í hend­ur við tíðarfar þar sem um 90% heita vatns­ins fer til hús­hit­un­ar. Árið fór held­ur kulda­lega af stað og voru all­ir fyrstu sex mánuðir árs­ins met­mánuðir miðað við fyrri ár.
Þá þegar var út­lit fyr­ir að notk­un­ar­metið félli. Sept­em­ber var mild­ari en oft áður en síðustu mánuði árs­ins var notk­un­in svipuð og 2013 og þegar upp var staðið í árs­lok reynd­ist heild­ar­notk­un á ár­inu nema 82,7 millj­ón­um rúm­metra. Fyrra notk­un­ar­met er frá ár­inu 2013. Þá var heild­ar­notk­un 79,0 millj­ón­ir rúm­metra. Auk loft­hita hafa sól­ar­stund­ir og vind­ur áhrif á vatnsþörf til hús­hit­un­ar. Aukið hús­rými sem hita þarf upp hef­ur auðvitað líka sitt að segja í þróun heita­vatns­notk­un­ar,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

 

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: