Rafbílum fjölgar ört á Íslandi – Mun Ísland veðja á rafbíla og íslenska raforku í stað innfluttu erlendu kolefniseldsneyti ?
Desember 2015
Rafbílum fjölgar ört á Íslandi og ef þróunin hér verður með sama hætti og í Noregi má búast við sprengingu í notkun þeirra á komandi árum.
Orka náttúrunnar hefur sýnt frumkvæði í uppbyggingu hraðhleðslustöðva fyrir rafbíla í landinu en nú hefur ríkisstjórn Íslands lýst því yfir að betur megi ef duga skuli. Í nýrri sóknaráætlun í loftslagsmálum er stefnt að því að stuðla að orkuskiptum í samgöngum og draga með því úr innflutningi á kolefnaeldsneyti.
Í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins um olíumarkaðinn á Íslandi segir að leiða megi líkur að því að íslensk heimili hafi varið 47 milljörðum króna í eldsneytiskaup á árinu 2012. Því er ljóst að miklir hagsmunir eru í húfi, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum.