Hvorki eru vatns­kran­ar með köldu vatni né drykkjar­brunn­ar í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar

mbl

FLE 1

Eng­inn vatns­hani er í flug­stöðinni. Ljós­mynd/​Sig­ur­geir Sig­urðsson

Hvorki eru vatns­kran­ar með köldu vatni né drykkjar­brunn­ar í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Hvergi er því hægt að fá sér kalt vatn af krana og verða farþegar annað hvort að leita á veit­ingastaði eða kaupa vatns­flösk­ur.

Þetta hef­ur verið staðan í nokk­ur ár, eða allt frá því að snerti­laus­um blönd­un­ar­tækj­um var komið fyr­ir á sal­ern­um. „Farþegum á flug­völl­um líður bet­ur með að þurfa ekki að snerta blönd­un­ar­tæk­in og það er ástæðan fyr­ir því að vatnið er volgt,“ seg­ir Guðni Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via. „En svo eru versl­an­ir í flug­stöðinni með hálf­an lítra af vatni til sölu og veit­ingastaðir bjóða flest­ir upp á vatn í könn­um fyr­ir viðskipta­vini,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir þetta ekki vera til­raun til þess að auka vatns­sölu á flug­vell­in­um.

 

Hvergi er hægt að nálgast kalt kranavatn á flugstöðinni.

Hvergi er hægt að nálg­ast kalt krana­vatn á flug­stöðinni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Málið rætt en eng­in ákvörðun

Guðni seg­ir að ekki hafi ennþá verið lagt í að setja upp vatns­h­ana. „Það hef­ur verið rætt en eng­in ákvörðun tek­in,“ seg­ir hann og bæt­ir við að leggja þurfi sér­stak­ar lagn­ir ef það yrði gert. „Þetta er þó al­veg hægt ef sú ákvörðunin yrði tek­in,“ seg­ir hann.

Aðspurður seg­ir Guðni farþega stund­um láta í sér heyra á Face­book vegna þessa. „Fólk bend­ir okk­ur á þetta og spyr hvort hægt sé að bjóða upp á kalt vatn,“ seg­ir hann. „En flest­ir farþegar setj­ast niður á veit­ingastað og geta þá fengið sér vatns­sopa þar.“

Guðni seg­ir flæðið í gegn­um flug­stöðina vera viðkvæmt fyr­ir öll­um breyt­ing­um. „Við þurf­um að hugsa vel um hvern ein­asta hlut sem við setj­um inn. Ef vatns­h­ana verður komið fyr­ir stoppa kannski 10 af hverj­um 100 farþegum á staðnum og þar mynd­ast tappi,“ seg­ir hann. „Hvert svona atriði þarf að hugsa mjög vel.“

 

Heimild: Mbl

 

 

Fleira áhugavert: