Vind­myll­an í Bergholti í Melasveit sem fyrst var tengd við landsnetið er kom­in upp í fjórða sinn

mbl

Vindrafstöð Bergholti

Vindraf­stöðin í Belgs­holti í Mela­sveit. mbl.is/Helgi

Vindraf­stöðin í Belgs­holti er kom­in upp í fjórða skipti og starfar nú eðli­lega, eft­ir því sem vind­ur­inn í Mela­sveit gef­ur til­efni til.

Har­ald­ur Magnús­son, bóndi í Belgs­holti, reisti vind­myllu í júlí 2012 og var það fyrsta vind­myll­an hér á landi sem tengd var við landsnetið. Síðar hafa mun stærri vind­myll­ur verið tengd­ar við kerfið, í Búr­felli og Þykkvabæ.

Vind­myll­an hef­ur skemmst þris­var, meðal ann­ars vegna galla í hönn­un og smíði, og hef­ur Har­ald­ur eytt mikl­um tíma og fjár­mun­um í að út­búa hana sem best. „Allt er þegar þrennt er,“ sagði Har­ald­ur í maí á síðasta ári þegar hann kom vindraf­stöðinni af stað í þriðja skipti.

 

Heimild: Mbl

Fleira áhugavert: