Vindmyllan í Bergholti í Melasveit sem fyrst var tengd við landsnetið er komin upp í fjórða sinn
Vindrafstöðin í Belgsholti er komin upp í fjórða skipti og starfar nú eðlilega, eftir því sem vindurinn í Melasveit gefur tilefni til.
Haraldur Magnússon, bóndi í Belgsholti, reisti vindmyllu í júlí 2012 og var það fyrsta vindmyllan hér á landi sem tengd var við landsnetið. Síðar hafa mun stærri vindmyllur verið tengdar við kerfið, í Búrfelli og Þykkvabæ.
Vindmyllan hefur skemmst þrisvar, meðal annars vegna galla í hönnun og smíði, og hefur Haraldur eytt miklum tíma og fjármunum í að útbúa hana sem best. „Allt er þegar þrennt er,“ sagði Haraldur í maí á síðasta ári þegar hann kom vindrafstöðinni af stað í þriðja skipti.
Heimild: Mbl