Sæstrengur Noregi hækkar rafmagsreikninginn um 12 þúsund

Rúv

Sæstrengur Noregi hækkar rafmagsreikninginn um 12 þúsund

Smella á mynd til að tengjast/hlusta á frétt RÚV

Sæstrengur Noregi

Christer Gilje, talsmaður Statnett sem er Landsnet Norðmanna

Lagning sæstrengja frá Noregi til Þýskalands og Bretlands mun hækka rafmagnsreikning meðalheimilis í Noregi um 12 þúsund krónur á ári og sama tíma munu tekjur sveitarfélaga og ríkisins aukast. Miðað við meðalverð er hækkunin ekki mikil því raforkuverð er í sögulegu lágmarki.

Norðmenn hafa margra ára reynslu af því að leggja sæstrengi milli landa. Á fyrri hluta áttunda áratugarins voru lagðir tveir strengir milli Noregs og Danmerkur. Þeim þriðja var bætt við á tíunda áratugnum og í fyrra bættist við fjórði strengurinn til Danmerkur. 2010 var tekinn í notkun strengur milli Noregs og Hollands. Burðargeta strengjanna til Danmerkur er um 1700 MW. Og nú er hafin vinna við lagningu strengja bæði til Þýskalands og Bretlands. Taka á þann fyrri í gagnið 2020 og það síðarnefnda ári síðar. Burðargeta þeirra hvor um sig er 1400 MW. En hvers vegna þarf Noregur að tengja sig við önnur lönd? Christer Gilje, talsmaður Statnett sem er Landsnet Norðmanna, segir að í Noregi sé mikið af vatnsorku og rúmlega helmingur hennar sé í uppistöðulónum. Það geri það af verkum að Noregur eigi auðvelt með að stýra orkunotkuninni.

„Þegar við tengjum okkur við önnur lönd sem hafa til dæmis mikið af vindorku þá getum við flutt inn orku þaðan og látið vatnið standa í lónunum,“ segir Christer.

Hann segir að á hinn bóginn þegar vindur er ekki nægur á hinum endanum geti Norðmenn hleypt úr lónunum selt rafmagn til Danmerkur eða Hollands og brátt bæði til Þýskalands og Bretlands.

sæstrengur

Christer segir að yfirleitt sé útflutningurinn meiri enn innflutningur á ári. Rafmagnsnotkun í Noregi sé yfirleitt mjög svipuð á sólarhring en hins vegar sé meiri sveiflur á meginlandinu. Þegar Norðmenn nota mikið rafmagn á nóttunni getur verið offramleiðsla á meginlandinu og Noregur geti þá flutt inn umframrafmagn á lægra verði.

Og nú stendur til að tengja Noreg við bæði Þýskaland og Bretland. Christer segir að annars vegar sé það til að auka afhendingaröryggi í Noregi og einnig að Norðmenn muni ráða yfir umframorku árið 2020 og þá sé gott að tengjast nýjum mörkuðum. Hann bendir á að öll orkufyrirtæki í Noregi séu í opinberri eigu.

Hann segir að með því að selja umframorkuna á hærra verði fái sveitarfélög og ríkið auknar tekjur í kassann. En það er dýrt að leggja sæstrengi. T.d. er áætlað að strengur milli Íslands og Bretlands kosti um 400 milljarða króna. Christer segir að löndin fái upp í þann kostnað með verðmuninum sem er á orkunni milli landanna. Almennt sé kerfið ábatasamt í ljósi þess að löndin hagnist af því að kaupa orku á lágu verði.

Í Noregi hafa heyrst gagnrýnisraddir vegna þess að sérstaklega strengirnir til Þýskalands og Bretlands muni leiða til þess að raforkuverð til heimila í Noregi og iðnaðar muni hækka.

„Já, ef maður lítur einangrað á þessa tvo sæstrengi mun það leiða til þess að rafmagnsreikningurinn hjá meðalheimili mun hækka í kringum 800 norskar krónur eða um 12 þúsund krónur á ári,“ segir Christer.

Hann bendir hins vegar á að raforkuverð í Noregi hafi lækkað vegna þess að nýjar virkjanir og endurnýjanlegir orkugjafar hafi verið teknir í notkun. Verðið nú sé í sögulegu lágmarki. Þessi hækkun þýði í raun að meðalverðið, þegar litið er á tíu ára tímabil, verði áfram það saman. Hækkunin vegna strengjanna séu aðeins nokkrir aurar á hverja kílóvattstund. Samkomulag sé um að ráðast ekki í lagningu fleiri strengja en litið sé á strengina tvo til Þýskalands og Bretlands sem framkvæmd sem muni ekki raska efnahagsjafnvæginu.

 

Heimild: RÚV

 

Fleira áhugavert: